Monday, May 5, 2008

Heimþrá


Alltaf með jöfnu millibili fæ ég heimþrá. Er kannski bara að kíkja á visir.is eða lesa íslenskt blogg og þá hellist yfir mig svakaleg heimþrá. Víst ég er svona enn eftir 18 ár þá geri ég ráð fyrir að ég muni alltaf sakna landsins míns. Sakna líka: Lifrapylsu, skyrs, skötu, hrossa bjúga, hangikjöts og svona ýmisskonar varnings sem maður gerir sér enga grein fyrir að maður sakni eins mikið og maður gerir fyrr en þetta er ekki fáanlegt.

Fer og læt klippa mig á eftir. Ef það eru stóru fréttirnar þá er komið tími á punkt.

4 comments:

Anna Stína said...

Já, ég sakna þín nú mest!

Sigurlaug Anna said...

Af hverju kemur þú þá ekki bara í heimsókn, þú ert meira en velkomin :-)

Birna said...

Ohhh allt þetta sumar er gjörsamlega uppbókað og ég kemst í fyrsta lagi næsu páska!! :-(

Anna Stína said...

já ég er að kooooooommmaaaaaa! 73 dagar þangað til við komum með töskurnar fullar af Íslandi ;)