Tuesday, September 30, 2008

Er að koma kreppa? Er kannski komin kreppa?


Það þarf ekki að gá vel til að sjá að einhvað mikið er að ske í fjármálaheiminum. Hér hjá mér er svosem rólegt enn. Nema þá helst fyrir vesalings ríka fólkið sem á mikið af hlutabréfum. Því er vorkunn, það átti minna í gær en í fyrra dag og enn minna í dag. Matvörur hafa hækkað talsvert síðustu mánuði eða um 6% segja ráðamenn. Það er lýgi! Nema að ég kaupi fáránlega matvöru eða einhvað því ég mundi segja um 20% Annars er allt sæmilega rólegt.

Ég aftur á móti bíð ekki alveg í ástandið á Íslandi og þykir ástandið leitt í USA þar sem ástandið þar stýrir restinni og mér finnst betra að geta lifað af laununum mínum. Helst vildi ég vera auðug en það hefur aldrei verið inni í dæminu svo það þýðir ekki að velta sér uppúr því.

Sem betur fer er hægt að draga úr ýmsu enn. Það má hafa rökkur inni og lengi má éta graut. Föt má lappa og laga og síma þarf maður ekki að nota. Bækur, blöð, sjónvarp, tölvur allt óþarfi hvort sem er. Og svo mætti lengi telja.... ef maður nennti. Annars er ég meira hrifin af því sem ég heyrði um daginn: Maður verður að eyða sig úr kreppunni. Að spara sig úr kreppu er ómögulegt! Já ég veit ekki....

1 comment:

Anna Stína said...

Já ég ætla að eyða mig úr kreppunni, líst betur á það! Djöfull og dauði segi ég bara.