Friday, September 26, 2008
Hver vex hratt?
Á morgun bregðum við eiginmaðurinn undir okkur betri fætinum og skreppum að heimsækja frumburann í Enköping. Við ætlum að leggja af stað snemma eða um átta. Það pirrar mig því það er laugardagur og ég vil sofa út. Það hlægilega er að ég sef aldrei út, vil bara geta gert það. Um helgar er ég vanalega komin út með hundana um átta svo það er ekki eins og ég sé sí sofandi út neitt.
Ég ætla samt að gera það einhvertímann. Sofa út meina ég. En það verður þá ekki á morgun. Svo í dag eftir vinnu verður í ýmsu að stússast. Er að spá í að kaupa osta körfu og gefa stjúpfjölskyldu frumburans fyrir að passa hana fyrir mig. Svo vantar mig ferðatösku til að taka með dót frumburans í, og ég hef ekki hugmynd um hvar ég fæ hana.
Er einhver búin að gera sér grein fyrir því að frumburinn er að verða ROSALEGA fullorðin, hálf flutt að heiman og allt. Þessi börn, maður er rétt farin að venjast því að eiga þau og þá flytja þau bara.
Amma og afi koma svo í kvöld og ætla að passa hundana fyrir mig á meðan ég er í burtu. Og kanski líta þau til einkasonarins líka ef þau hafa tíma. Svo ég hef einhvern góðan snæðing fyrir okkur öll í kvöld.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment