Tuesday, September 16, 2008

Ohhhh, ég nenni þessu ekki


Grút þreytt í dag eftir svefn litla nótt. Unglingarnir vekja Sirocco sem vekur mig með látum. Unglingarnir tuða og suða og ég heyri andskotann í þeim þó ég sé hálf sofandi. Var rétt komin á lappir (ekki vöknuð samt) þegar Sirocco rauk yfir grindina inn til kattarins og allt fór í háa loft þar inni. Kisa hljóp upp á loft og ég greip Sirocco þar sem hann spólaði á gólfinu að reyna að komast á eftir henni.

Sirocco var fleygt inn í svefnherbergi og hurðinni lokað. Ég settist stúrinn við eldhúsborðið og maulaði brauðsneiðina mína. Eftir hálfa brauðsneið sótti ég hundinn, hnippti í Timmy og fór með þá út. Þessu sinnir venjulega eiginmaðurinn elskulegur en þar sem Sirocco svaf svo illa um nóttina þá nennti hann ekki út á réttum tíma og með honum. Eftir að hafa hálf drepið köttinn úr hræðslu aftur á móti var blóðið komið svo vel á stað í æðunum á honum að hann var alveg til í einn rúnt.

Ég get svo svarið að ég kíkti ekki í spegil einu sinni áður en ég lagði af stað út. Skipti svosem ekki máli, það eru fáir á ferð í rigningu fyrir klukkan sjö. Þegar heim var komið fengu hundarnir morgunmat og ég kláraði minn. Ég fletti dagblaðinu, sá samt ekkert í því. Greiddi mér, burstaði tennur og fór út í bíl. Nú er ég hér í vinnunni og gæti gubbað. Ég nenni ekki svona morgnum ég segi það satt!!

1 comment:

Anonymous said...

Guð.. það trúi ég VOÐA vel :|