Friday, September 26, 2008

Ohhh ég er svo mikil hænsna mamma


Ég var að komast að því bara rétt í þessu að ég verð auðvitað að baka kók skúffuköku dauðans og taka með handa frumburanum. Hún elska þessa köku alveg svakalega mikið. Nú og svo verður einhvað eftir handa einkasyninum og pössurunum.

Fór í búðina og keypti osta, kex, sultu, hunang, kerti, konfekt og ýmislegt fyrir stjúpfjölskylduna. Og er bara nokkuð ánægð með mig í augnablikinu.

Nú og svo keypti ég sokkabuxur, tímarit, sjampó, hárnæringu og hitt og þetta smávægilegt handa frumburanum. Ohhhhh ég er svo sæt í mér að það er ótrúlegt. Ég er líka rosalega sæt og skemmtileg og vitur og fátæk (núna) nei djók. En ég er samt sæt í mér stundum!

No comments: