Friday, September 12, 2008

Kók skúffukaka


Bakaði tvær skúffu kökur fyrir vinnu félaga eiginmannsins elskulega. Þau áttu það bara skilið fyrir að þurfa að umgangast hann alla virka daga. (Það var komið að honum að hafa með sér með föstudags kaffinu) Önnur var mjög góð en hin var geðveikt góð! læt hér fljóta uppskrift af henni.



Kók skúffukaka dauðans

BOTTN
3 Egg
4,5 dl Sykur
225 g Smjör
2,25 dl Coca Cola
6 dl Hveti
1,5 msk Lyftiduft
1 msk Vanelusykur
4 msk Kako

GLASSÚR
100 g Smjör
5 dl Flórsykur
4 msk Coca Cola
1 msk Vanelusykur

SKRAUT
Brúnt kökuskraut

Ofnhiti 200 gráður. Setið bökunar pappír í ofnskúffuna (ca 30x40) Bræðið smjörið á vægum hita. Þeytið egg og sykur ljóst og létt. Blandið saman þurru efnunum og blandið með eggjahrærunni ásamt kókinu. Hrærið svo allt blandist vel. Bætið smjörinu samanvið og blandið. Hellið deiginu í ofnskúffuna og bakið í 15-20 mínútur.

Nú er hægt að gera á tvennann hátt. Annað hvort er hægt að hafa glassúrinn bakaðann eða kaldann (á myndinni er glassúrinn kaldur) Enn sem komið er hef ég þó bara gert bakaðann.

Í báðum tilvikum byrjar maður á að bræða smjörið og blandar svo restinni í.

Ef baka á glassúrinn þá: Tekur maður kökuna út rétt áður en hún er tilbúin og breiðir yfir glassúrinn, setja svo kökuna aftur í ofninn og baka áfram í ca 4 mínútur eða þangað til glassúrinn sýður (myndar kúlur) og þornar inn í kökuna. Strá svo yfir kökuskrautinu um leið og hún er tekin út og skera skúffukökuna í hæfilega bita. Láta svo kökuna kólna bara í rólegheitum áður en bitarnir eru teknir úr skúffunni og hreinlega étnir. Kakan er þó enn betri þegar hún er aðeins köld eins og úr ísskáp.

Kaldur glassúr: Kakan látin kólna alveg í géggn svo glassúrinn breyddur yfir. Skreytt með kökuskrautinu og kakan skorin í risa stóra eða pínu litla bita. Já eða bara hæfilega stóra bita.

Verði öllum að góðu. Afskaplega góð kaka sem mun vera bökuð oft heima hjá mér og þér líka ef þú prófar þetta!

3 comments:

Anna Stína said...

mmmmmmm..... ég baka þessa á morgun!

Birna said...

Þú sérð ekki eftir því!!

Anna Stína said...

Víst mun ég sjá eftir því, ég mun éta hana alla í einum bita.... gúff gúff