Tuesday, September 23, 2008

Christiania


Eftir afmælisveislu frænku minnar sem haldin var í Köben helgina sem var skruppum við öll til Christiania. Sjálf hafði ég aldrei komið þarna og var meira en lítið hissa. Ekki það, ég vissi ekki hverju ég átti von á en ég veit að það var einhvað annað en það sem ég sá þarna. Þetta er meiri háttar flottur staður. Ég á eftir að koma við þarna aftur við fyrsta tækifæri en þá verður það fyrir myrkur. Ég vil hafa tækifæri til að skoða öll litlu húsin sem fólkið sem býr þarna er búið að byggja og laga sjálft. Skoða listmuni og annað sem er búið til þarna og fá mér kaffisopa eða einhvað álíka og skoða mannfólkið.

Ég geri slag í þessu sem fyrst og vona að helví... millarnir ekki nái að jafna þetta með jörðu og byggja einhvað luxús dæmi fyrir ríka fólkið þarna þangað til.

Endilega ekki gleyma að skoða þetta næst þegar þið eruð í Köben.

No comments: