Thursday, September 4, 2008

Temmilega mikið Tempur

Á leið í agilityið skrapp ég inn í sænska rúmfatalagerinn að kíkja á dýnu (svona yfir dýnu) er nefnilega alltaf að farast í bakinu við og við og man að ég stór lagaðist þegar við keyptum rúmmið okkar fyrir 5 árum eða svo. Þar með var ég komin með kenningu þess eðlis að yfir dýnan í rúminu væri bara orðin ónýt og að ég yrði að verða mér úti um nýa. Sænski rúmfatalagerinn á einhvað afmæli og var þess vegna með tilboð á einmitt svona dýnum og ég var búin að skoða þetta í blaðinu frá þeim og velja eina sem mér fanns vera á viðráðanlegu verði.

Þegar ég var komin inn ráfaði ég um í reiðileysi og fann ekki neitt. Spurði til vegar og fann alltof mikið af svona dýnum. Sennilega einar 50 tegundir allar í að minsta 3 stærðum. Ég var alveg að tapa mér. Tíminn var að renna frá mér, hundurinn einn úti í bíl að bíða og ég komin í þennann líka dýnu hasar dauðans. Ég sleit og reif og leitaði að T10 90/200 og fann allt annað en það. Á endanum rak ég augun í skilti um Tempur dýnur og að þær væru algert heimsmet í þægindum. Ég reif eina þannig í réttri stærð útúr hillunni og ríndi svo á verðmiðana á hillunni því ekki stóð neitt um hvað krafaverkið kostaði á dýnunni sjálfri.

Ég svittnaði, það voru 200 verð með alskonar heitum og stærðum og ég gat ekki unnið mér til lífs að sjá hvað þessi sem ég var með í höndunum kostaði. Þar sem góð ráð voru dýr tók ég skyndi ákvörðun og hljóp í átt að kassanum með dýnuna. Sagði við konuna að ég gæti bara ekki lesið mér til um verðið á þessari dýnu og spurði hvort hún gæti hjálpað mér.

Hún varð alveg svakalega roggin með sig og sagði að þessi dýna væri einmitt á tilboði. Ég þóttist hissa og beið svo spennt eftir svarinu. Var búin að setja efsta mark á 800 og ekki krónu yfir 1000 Konan skein eins og sól og sagði mér að dýnan væri á 650 og hefði kostað 1300 og þar með sló ég til.

Svaf alveg afskaplega vel svo í nótt fyrir utan að hundur (hundskratti) byrjaði að gellta úti um 1 og vakti þar með Sirocco sem gellti enn hærra og vakti mig, og fyrir utan að kötturinn vildi fara út um 2 enda ný búin að spara 650 krónur á einu kvöldi með því að kaupa dýnuna.

Er skrambi góð í bakinu í dag en það er náttúrlega ekki að marka því það er fínt annað slagið en það má vona að kraftaverka dýnan ódýra hjálpi....

2 comments:

Anna Stína said...

Já ég sef á svona dýnu líka! Þær eru æði!

Birna said...

Enda erum við alltaf eins