En þetta er svolítið langt að fara svona yfir aðeins eina nótt. Þetta er rúmlega 400 km og tekur 5 tíma með nokkrum stoppum til að fara á klóið, fá sér pulsu og kaupa kók. En við áttum góðann tíma saman samt.
Tengdaforeldrarnir virðist hið mesta sóma fólk og eru ósköp indæl og fín. Við fórum fyrst í kaffi og köku hjá þeim og skoðuðum húsið, garðinn og spjölluðum við hundinn þeirra. Svo fórum við með dótið okkar á hótelið sem var ágætt og svo komu tengdaforeldrar og unglingar til okkar þar og við fórum í labbitúr um bæinn. Skoðuðum eitt og annað og okkur leyst bara vel á Enköping. Svo settumst við í setustofuna á hótelinu og spjölluðum saman í smá stund áður en þau fóru heim svo unglingarnir gætu skipt um föt og gert sig fín fyrir matinn.
Við fórum á voðalega huggulegan stað sem heitir hvíti fíllinn og býður upp á svakalega góðann tælenskann mat. Svo enduðum við kvöldið með spjalli og kósíheitum heima hjá þeim. Við erum ekki meiri manneskjur en að við urðum að pilla okkur upp á hótel um klukkan 23,00 alveg búin á því eftir langa ferð.
Eftir morgunmat fórum við svo og náðum í frumburann sem kom með okkur upp á hótel og við unnum aðeins í heima námi. Svo sóttum við ljós lífs hennar og fórum með unglinana út að borða hádegis mat. Aftur Tælenskann en á öðrum stað. Svo var því miður bara komið að því að kveðja enda 5 tíma ferð heim.
Unglingarnir koma svo til okkar helgina 10-12 október og þá ætlum við að halda uppá afmæli frumburans. Það verður gott að sjá frumburann aftur þá og enn betra að fá að hafa hana í haustfríinu í tíu daga heima.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment