Friday, January 30, 2009

Margt til að ergja mann

Fyrst og fremst er ég með stórar áhyggjur af Sirocco litla. Hann vakti mig í nótt og var einhvað að væla. Ég reyndi eins og ég gat að heyra ekki í honum en það þýddi lítið svo ég fór með hann út. Hann pissaði og var einhvað allur á nálum. Svo fórum við inn og hann drakk svakalega mikið af vatni. Við fórum svo aftur uppí ból og hann þakkaði mér fyrir að hafa reddað sér með því að hjúfra sig upp að mér og svo sofnuðum við.

Stuttu seinna vakti hann mig aftur og þegar ég opnaði hliðið fyrir hann (muldrandi í örgum tón af svefnleysi og pirringi) hljóp hann út í eldhús og svolgraði vatn alveg hálfan líter held ég. Kom svo aftur og lagði sig.

Í morgun fór hann út með eiginmanninum elskulegum en þurfti svo að fara aftur út strax og ég var komin á fætur. Hann bar sig illa og lyfti ekki löppinn, heldur pissaði bara þar sem hann stóð. Hann er enn einhvað órólegur og als ekki eins og hann á að sér að vera. Hringi í dýralækninn núna bara og athuga hvað hann segir um málið.

Já, búin að fá tíma klukkan 14.00 alla vega og svo sé ég til hvort hann hressist eða versnar.

Uppþvottavélin hitar ekki vatnið fyrir mig þegar hún er að vaska upp, er það atriði, nei ég spyr.

Þannig að þetta er ekki uppáhalds föstudagurinn minn. Kann ekki að meta svona!

Monday, January 26, 2009

Mánudagur til mæðu


Nei ég segi nú bara svona.

Veislan á laugardaginn var mjög vel heppnuð. Við fluttum eldhúsborðið inn í matsal og gátum þá sitið öll saman 16 stykki. En ég er hrædd um að við komum ekki mörgum fleiri en 16 inn í matsal nema að gera einhvað verulega róttækt.

Eiginmaðurinn elskulegur fékk GPS frá mér í afmælisgjöf og hann kom að góðum notum strax á sunnudaginn þegar þeir feðgar fóru að kaupa heimabíó handa einkasyninum í afmælisgjöf. Sá hinn sami var sko nefnilega búinn að óska sér pening frá öllum svo hann gæti keypt sér þetta og var kominn með hæfilega peninga hrúgu eftir boðið.

Ég hlakka til að vera búin að fara út að labba með hundana mína í kvöld svo ég geti skriðið í bólið mitt og sofnað, vonandi bara um sjö.

Friday, January 23, 2009

Úff þreytan

Bakaði enga pizzu snúða í gær. Fór í búð, bar heim mat, bjó til mat, fór í labbitúr með hunda, og skreið svo uppí rúm og undir sæng. Alveg búin á því bara. Er með einhvað vesen hringinn í kringum endajaxlinn sem á að kippa úr mér 2. febrúar og held að það hafi svona áhrif á mig.

Nóg að gera í kvöld við marengs bakstur, þrif og undirbúning matar fyrir afmælisbörn, vini og vandamennina 16 sem koma og fagana fæðingu eiginmannsins elskulegs og einkasonarins á morgun. Happy birthday you guys!!

Thursday, January 22, 2009

Þegar hveitibollur bakast...

bollugerðar maður tekur, fyrsta af öllu steikarpottinn og eitt kíló margarín.

Nei það er helvítis lýgi. Maður byrjar með gerið og hitar svo mjólk og smjör. Bakaði semsé einhvað um 120 kanelbollur (kanelbullar) í gær og allir í húsinu voru ánægðir með það. Ég er greinilega í baksturs ham þessa dagana. Hef ekki keypt brauð síðan um áramót, bara bakað allt brauð. Löngu búin að baka tertu botna fyrir afmælisveisluna á laugardaginn og á meira að segja lager af tertubotnum í frystikistunni.

Í kvöld baka ég pizzu bollur, bæði fyrir kjötætur og grænmetis ætur (það er að segja fyrir mig)

Tuesday, January 20, 2009

Yngsta barnið er víst orðið stórt

Litli strákurinn minn er orðinn 15 ára. Ég skil þetta ekki, hvert flaug allur þessi tími? Ekki það að ég á einn tveggja ára líka... tugtaði þann gutta almennilega til í hádeginu fyrir að éta kattarskít. Hann skilur ekki afhverju ég læt svona.

Afmælis drengurinn minn fékk súkkulaði tertu og smörrebröd í morgunmat, allt eftir eigin óskum. Við fórum niður til hans syngjandi með pakka uppúr sex og svo var haldið í eldhúsið og kræsingunum gert góð skil. Og í kvöld er hann búinn að panta nautalundir með Idaho karteflum og rauðvínssósu. Er hann ekki dásamlega mikill sælkeri. Sjálf ét ég gulrótar buff með rauðvínssósu og Idaho karteflum.

Veisla verður svo haldin á laugardagin með inbökuðum svínalundum og öðru góðgæti sem hann á enn eftir að velja.

Hlakka til að vera í fríi á morgun, sauðuppgefin eftir endalausar tarnir í vinnunni. Ætla að baka kanel bollur og brauð og hvíla mig þar á milli.

Thursday, January 15, 2009

Eitt sem fer í pirrurnar á mér..

er að vita ekki fyrirfram að yfirmaðurinn hér sé á ferðalagi. Þá missi ég alveg af því að láta mér hlakka til að fara í vinnuna og geta unnið í friði. En ég get sætt mig við þetta vegna þess að ég er alla vega laus við mannskrattann í dag og á morgun. Ég mun koma miklu í verk þessa daga og ég þarf á því að halda því það er brjálað að gera hjá mér, eins og venjulega þegar við öll skiptum um ár.

Smakkaði Tofu pulsu í gær. Veit ekki alveg hvað ég á að segja um það. Ekki það besta sem ég hef látið uppí mig en allt í lagi samt. Bjó svo til bauna buff úr einhverju sem kallast Fíla baunir (stórar hvítar baunir) spennandi matur. Ótrúlega gaman að velta sér uppúr mat sem er allur svona nýstárlegur og öðruvísi.

Ég ætlaði að gera alveg svakalega mikið í gær því ég var í fríi en svo varð frekar lítið úr öllu hjá mér. Bakaði reyndar muffins og brauð og sitt lítið af hverju.

En, best að nota tímann vel og vinna á fullu þar sem það er friður fyrir sumum.

Sunday, January 11, 2009

Falafel


Bjó til Falafel aftur í gær. Gékk mikið betur en síðast. Í þetta skipti notaði ég baunir sem ég var búin að leggja í bleyti og sauð svo í aðeins 15 mínútur eða svo. Rosalega flott og gott!!

Fór með vinkonu minni að sækja nýa hundinn hennar í dag og var komin svo seint heim að ákvörðun var tekin um að sækja kvöld matinn hjá Mc Donalds. Hjá þeim er ekki til neitt sem ég vil éta en ef ég verð að éta matinn þeirra þá kemur aðeins eitt til greina og það er fiski borgari. Það er ekki til einn einasta grænmetis ætu valkostur. Ég ét nú reyndar fisk svo að svo langt var allt í góðu, eeeeen. Fiskurin var vita bragðlaus og brauðið fullt af gúrku majónesi. Trúið mér, ég hef étið betri bita. En ég var glorhungruð svo ég gleypti þetta í mig. Viðbjóður!

Ég held að mér sé ekkert að takast að breyta ykkur í grænmetisætur svo ég er ekki að eyða tíma í að skrifa uppskriftina af góða matnum hér neitt. Ef ykkur langar í uppskrift þá látið þið mig bara vita.

Friday, January 9, 2009

Mmmm hnetu buff

Ég hafði nú ekki alveg trú á að hesli hnetu buff væri gott, en vá! Hér kemur uppskrift af því:

Hesli hnetubuff

2 dl hakkaðar hesli hnetur (í vél, á að vera duft)
2 dl rifið rót sellerí
1 fínt hakkaður laukur
1 dl rifinn Kúrbítur
1 tsk franskt sinnep
2 Egg
1 tsk salt
1 Hvítlauksrif (pressad eða rifið)

Byrjið á að hakka hneturnar í spað. Steikið rifið rótsellerí og hakkaða laukinn í nokkrar mínútur við vægan hita. Blandið saman restinni á meðan. Svo útí með steikta grænmetið og hræra. Forma buff beint á pönnuna með skeið og steikja nokkrar mínútur á hvorri hlið. GÓMSÆTT!

Ég og eiginmaðurinn elskulegur átum þetta ásamt sallati, heima tilbúinni salsa og hrísgrjónum.

Í hádegis mat fæ ég heima tilbúið Falafel með hvítlaukssósu, sallati, heimabökuðu brauði og rauðlauk. Yummy!!

Eiginmaðurinn elskulegum finnst grænmetis fæðið líka gott en segir að hann geti ekki hugsað sér að bara borða svona. Ég er ekki sammála honum.

Slappa svo vel af um helgina bara allir og endilega prófiði buffin mín.

Thursday, January 8, 2009

Dr Phil og heilsufæðið


Byrjaði að lesa megrunar bókina hans Dr Phil í gær. Mér leiðist svona bækur og undir eðlilegum kringumstæðum hefði ég nú bara fengið mér einhvað í gogginn við lesturinn sökum leiðinda. En það er eins og að grænmetis fæðið fylli mig svo mikilli heilsu að mig langaði hreinlega ekki í neitt. Veit ekki hvort ég klára bókina en ég held áfram í grænmetisfæðinu.

Nýr uppáhalds matur:
GULRÓTA BUFF

5-6 Gulrætur
1 Gulur laukur
2 Egg
3 msk Brauðmylsna
1 msk Kartöflumjöl
Salt og pipar
Hræra saman brauðmylsnu (skorpu mjöli) 1 hökkuðum lauk og eggjum saman og láta bíða í 5 mín. Rífa gulrætur og bæta útí. Hræra saman, forma buff með skeið beint á pönnuna og steikja í oliu á vægum hita nokkrar mínótur á hvorri hlið.

Sjúkt! Hægt að setja í hamborgara brauð ásamt tómötum, salladi og rauðlauk (gúrku, salsa, ost já eða hverju sem er bara) Gott með pasta. Æi bara gott með öllu. Þessi skammtur dugar fyrir 3-4 og er líka bara hægt að setja í box og hita í nokkrar máltíðir ef maður týmir ekki að gefa með sér.

Áttum okkur líka á að það er varla hægt að finna sér ódýrari mat, og als ekki svona góðan ódýran mat!

Mér líður alveg ótrúlega vel á þessu fæði, finnst það gott og fljótlegt að búa til. Og svo sprettur allur kroppurinn á mér til og frá úr hamingju yfir hollustunni. Til dæmis spratt ég inn í útledska búð í gær og keypti þurkaðar baunir, grænmetis krydd og linsur. Og þegar ég hljóp inn í matvörubúð í hádeginu kom ég út með graskera kjarna. Veit ekkert hvað ég á að gera við þá, en var alveg viss um að ég yrði að kaupa þá. Gusa þeim bara yfir einhvað grænmeti... dæs

Í kvöld snæði ég hesli hnetu buff með hrísgrjónum og wok grænmeti og er alveg æst í að smakka þann rétt.

Um daginn bjó ég líka til Falafel sem var ágætlega vel heppnað, gott en mjög erfit að snúa því á pönnunni. En ég kemst uppá lagið með það, enda alveg vitlaus í falafel!
Prófiði endilega gulrótabuffin, þið verðið hissa!

Monday, January 5, 2009

Nýtt ár/heilsu ár

Litlu jólin voru haldin á laugardaginn og voru þau ekki síðri stóru jólunum. Foreldrar mínir, litli bróðir (sem er orðinn stór) kærastan hans og tengdaforeldrar mínir mættu í hlaðborð og pakka opnun hjá okkur. Tengdaforeldrar því þau voru svo veik á stóru jólunum að þau gátu ekki verið með okkur hinum heldur lágu bara útislegin heima, listarlaus og alslaus. Og mínir foreldrar og bróðir því þau voru í USA inu öll jólin.

Við áttum yndislegt kvöld. Átum á okkur gat, hlógum dátt að skemmtilegu pökkunum okkar og spjölluðum langt fram á kvöld.

EN NÚ er líka nóg komið af endalausu áti og hátíðar haldi. Ég er búin að strengja áramóta heit. Geri það yfirleitt og gleymi því svo jafn óðum. Enda alltaf verið einhver háfleg heit um að missa 50 kíló, hætta að reykja, byrja í líkamsrækt og einhvað svona álíka. Í ár er ég rólegri í þessu og heiti því að lifa almennt heilsusamlegar bara. Held að það ætti að geta tekist. Er reyndar löngu hætt að reykja sem er gott. Er með grænmetis rétt með mér í hádegismatinn og ætla að borða mun meira af grænmetis réttum ekki minnst þar sem mér finnst það mjög góður matur.Ætla að labba lengra og oftar með Sirocco en ég hef gert. Ekki það að ég fer nú þegar í 4 labbitúra á dag en any way.

Já þetta verður fínt bara. Þetta verður fínt ár. Erfitt fyrir marga sérstaklega landsmenn mína, það veit ég. En gott ár samt, við verðum að trúa því!!