Sunday, January 11, 2009
Falafel
Bjó til Falafel aftur í gær. Gékk mikið betur en síðast. Í þetta skipti notaði ég baunir sem ég var búin að leggja í bleyti og sauð svo í aðeins 15 mínútur eða svo. Rosalega flott og gott!!
Fór með vinkonu minni að sækja nýa hundinn hennar í dag og var komin svo seint heim að ákvörðun var tekin um að sækja kvöld matinn hjá Mc Donalds. Hjá þeim er ekki til neitt sem ég vil éta en ef ég verð að éta matinn þeirra þá kemur aðeins eitt til greina og það er fiski borgari. Það er ekki til einn einasta grænmetis ætu valkostur. Ég ét nú reyndar fisk svo að svo langt var allt í góðu, eeeeen. Fiskurin var vita bragðlaus og brauðið fullt af gúrku majónesi. Trúið mér, ég hef étið betri bita. En ég var glorhungruð svo ég gleypti þetta í mig. Viðbjóður!
Ég held að mér sé ekkert að takast að breyta ykkur í grænmetisætur svo ég er ekki að eyða tíma í að skrifa uppskriftina af góða matnum hér neitt. Ef ykkur langar í uppskrift þá látið þið mig bara vita.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment