Litli strákurinn minn er orðinn 15 ára. Ég skil þetta ekki, hvert flaug allur þessi tími? Ekki það að ég á einn tveggja ára líka... tugtaði þann gutta almennilega til í hádeginu fyrir að éta kattarskít. Hann skilur ekki afhverju ég læt svona.
Afmælis drengurinn minn fékk súkkulaði tertu og smörrebröd í morgunmat, allt eftir eigin óskum. Við fórum niður til hans syngjandi með pakka uppúr sex og svo var haldið í eldhúsið og kræsingunum gert góð skil. Og í kvöld er hann búinn að panta nautalundir með Idaho karteflum og rauðvínssósu. Er hann ekki dásamlega mikill sælkeri. Sjálf ét ég gulrótar buff með rauðvínssósu og Idaho karteflum.
Veisla verður svo haldin á laugardagin með inbökuðum svínalundum og öðru góðgæti sem hann á enn eftir að velja.
Hlakka til að vera í fríi á morgun, sauðuppgefin eftir endalausar tarnir í vinnunni. Ætla að baka kanel bollur og brauð og hvíla mig þar á milli.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment