Friday, January 9, 2009

Mmmm hnetu buff

Ég hafði nú ekki alveg trú á að hesli hnetu buff væri gott, en vá! Hér kemur uppskrift af því:

Hesli hnetubuff

2 dl hakkaðar hesli hnetur (í vél, á að vera duft)
2 dl rifið rót sellerí
1 fínt hakkaður laukur
1 dl rifinn Kúrbítur
1 tsk franskt sinnep
2 Egg
1 tsk salt
1 Hvítlauksrif (pressad eða rifið)

Byrjið á að hakka hneturnar í spað. Steikið rifið rótsellerí og hakkaða laukinn í nokkrar mínútur við vægan hita. Blandið saman restinni á meðan. Svo útí með steikta grænmetið og hræra. Forma buff beint á pönnuna með skeið og steikja nokkrar mínútur á hvorri hlið. GÓMSÆTT!

Ég og eiginmaðurinn elskulegur átum þetta ásamt sallati, heima tilbúinni salsa og hrísgrjónum.

Í hádegis mat fæ ég heima tilbúið Falafel með hvítlaukssósu, sallati, heimabökuðu brauði og rauðlauk. Yummy!!

Eiginmaðurinn elskulegum finnst grænmetis fæðið líka gott en segir að hann geti ekki hugsað sér að bara borða svona. Ég er ekki sammála honum.

Slappa svo vel af um helgina bara allir og endilega prófiði buffin mín.

1 comment:

Anna Stína said...

Já í dag verð ég í namminu og á morgun verð ég í grænmetinu og hollustunni, hlakka til ;)