Monday, January 26, 2009

Mánudagur til mæðu


Nei ég segi nú bara svona.

Veislan á laugardaginn var mjög vel heppnuð. Við fluttum eldhúsborðið inn í matsal og gátum þá sitið öll saman 16 stykki. En ég er hrædd um að við komum ekki mörgum fleiri en 16 inn í matsal nema að gera einhvað verulega róttækt.

Eiginmaðurinn elskulegur fékk GPS frá mér í afmælisgjöf og hann kom að góðum notum strax á sunnudaginn þegar þeir feðgar fóru að kaupa heimabíó handa einkasyninum í afmælisgjöf. Sá hinn sami var sko nefnilega búinn að óska sér pening frá öllum svo hann gæti keypt sér þetta og var kominn með hæfilega peninga hrúgu eftir boðið.

Ég hlakka til að vera búin að fara út að labba með hundana mína í kvöld svo ég geti skriðið í bólið mitt og sofnað, vonandi bara um sjö.

No comments: