Thursday, January 8, 2009
Dr Phil og heilsufæðið
Byrjaði að lesa megrunar bókina hans Dr Phil í gær. Mér leiðist svona bækur og undir eðlilegum kringumstæðum hefði ég nú bara fengið mér einhvað í gogginn við lesturinn sökum leiðinda. En það er eins og að grænmetis fæðið fylli mig svo mikilli heilsu að mig langaði hreinlega ekki í neitt. Veit ekki hvort ég klára bókina en ég held áfram í grænmetisfæðinu.
Nýr uppáhalds matur:
GULRÓTA BUFF
5-6 Gulrætur
1 Gulur laukur
2 Egg
3 msk Brauðmylsna
1 msk Kartöflumjöl
Salt og pipar
Hræra saman brauðmylsnu (skorpu mjöli) 1 hökkuðum lauk og eggjum saman og láta bíða í 5 mín. Rífa gulrætur og bæta útí. Hræra saman, forma buff með skeið beint á pönnuna og steikja í oliu á vægum hita nokkrar mínótur á hvorri hlið.
Sjúkt! Hægt að setja í hamborgara brauð ásamt tómötum, salladi og rauðlauk (gúrku, salsa, ost já eða hverju sem er bara) Gott með pasta. Æi bara gott með öllu. Þessi skammtur dugar fyrir 3-4 og er líka bara hægt að setja í box og hita í nokkrar máltíðir ef maður týmir ekki að gefa með sér.
Áttum okkur líka á að það er varla hægt að finna sér ódýrari mat, og als ekki svona góðan ódýran mat!
Mér líður alveg ótrúlega vel á þessu fæði, finnst það gott og fljótlegt að búa til. Og svo sprettur allur kroppurinn á mér til og frá úr hamingju yfir hollustunni. Til dæmis spratt ég inn í útledska búð í gær og keypti þurkaðar baunir, grænmetis krydd og linsur. Og þegar ég hljóp inn í matvörubúð í hádeginu kom ég út með graskera kjarna. Veit ekkert hvað ég á að gera við þá, en var alveg viss um að ég yrði að kaupa þá. Gusa þeim bara yfir einhvað grænmeti... dæs
Í kvöld snæði ég hesli hnetu buff með hrísgrjónum og wok grænmeti og er alveg æst í að smakka þann rétt.
Um daginn bjó ég líka til Falafel sem var ágætlega vel heppnað, gott en mjög erfit að snúa því á pönnunni. En ég kemst uppá lagið með það, enda alveg vitlaus í falafel!
Prófiði endilega gulrótabuffin, þið verðið hissa!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment