Friday, September 18, 2009

Dásamlegir dagar




Eftir vinnu í gær fórum við skötuhjúin eins og var búið að ákveða í skógar túr. Við fundum svo mikið af sveppum að við nenntum ekki að tína bláber. Við vorum í skóginum í meir en tvo tíma og Sirocco veit orðið ekki hvaðan á hann stendur veðrið að vera sífellt úti í skógi að hlaupa frjáls og liðugur. En hann er ánægður með þetta.

Við tíndum sem sé hálfan inkaupa poka af sveppum (Kantareller) og fórum svo heim að hreinsa, skola og steikja. Micke steikti och kryddaði (enda kokkur og kann ýmislegt í eldhúsinu víst) og á meðan ristaaði ég brauð, lagði á borð og bjó til te. Það er ekki hægt að lýsa því hvað þetta er gott. Bara ekki! #slef#

Þar sem við átum alla sveppina upp til agna í gær er ekki um annað að ræða en fara í annan skógar leiðangur eftir vinnu í dag. Einnota grill verður aftur með í för og veðrið á að vera gott. Stundum er lífið svakalega skemmtilegt.

Frumburinn minn kemur til Smálanda í dag og við ætlum að eiga einhverja daga saman. Ég hlakka til að hitta hana enda skemmtileg og vitiborin manneskja þar á ferð!

Góða helgi

No comments: