Monday, September 7, 2009

Gautaborg

Á laugardag skelltum við okkur til Gautaborgar. Það stóð til að hlusta á músík einhverstaðar en þann stað fundum við aldrei svo við vorum bara einhvað að dúlla okkur. Mér tókst að tína manninum mínum tvisvar og í annað skiptið all rækilega. Ég vafraði um götur borgarinnar hálfa nóttina og leitaði að honum um allt. Eftir einhverja klukkutíma í morgunsárið fann ég loks kauða. Labbaði fram á hann á einu götu horninu. Þá vorum við sem sé búin að leita að hvort öðru um alla Gautaborg og það hlýtur að teljast til tíðinda að finna einhvern sem maður tínir í svona stórri borg. Ekki bara einu sinni heldur tvisvar.

Um ellefu skelltum við okkur í Liseberg og fórum í nokkur tæki. Við fengum okkur snæðing á Hard Rock og fimm mínótum áður en bilahúsið þar sem bíllinn var læsti fyrir nóttina ókum við út með bílinn. Við vorum komin heim um að verða 3 um morguninn. Ég skellti mér í bólið og svaf nokkra tíma í fötunum undir sæng. Harðsperrurnar eru gífurlegar eftir allt þetta labb um nóttina. Er alveg að drepast í löppunum.

Í augnablikinu er ég að bíða spennt eftir að klukkan verði níu og þá skrepp ég frá og sæki Sirocco minn. Mikið óskaplega sakna ég hans alltaf þegar hann er ekki þar sem ég er.

Hafið það gott og hugsið til mín, þar sem ég sit alveg uppgefin eftir helgina.

2 comments:

Anna Stína said...

Geðsjúklingar! ekki skýtið að þú sért þreytt!

Birna said...

Geðsjúklingar? Þó maður hlaupi um í gautaborg eina nótt eða svo. Mér finnst við hressileg og sæt!!