Ekki veit ég afhverju en einhvernveginn fór ég ekki að sofa fyrr en um þrjúleytið í nótt. Er þess vegna frekar þreytt. Kannski ekki svo úrill en þreytt og als ekki í vinnu stuði. Langar heim í hádeginu að leggja mig og geri það kannski bara.
Verð að gera laun fyrir tvö fyrirtæki í dag og er mikið að spá í að gera ekki meira en það. Enda kannski nóg bara.
Eftir vinnu þarf ég svo að sækja bílinn sem er á vekstæðinu sínu. Fara og ná í frumburann sem var stolið af mér í gær. Hvað eru börnin manns orðin stór þegar vinir þeirra koma á bíl og sækja þau. Þetta var i fyrsta skipti sem það gerðist og það var mjög furðulegt.
Nú og svo er það þvottahúsið í kvöld. Mitt stóra áhuga mál! En þegar það er klárt get ég verið þó nokkuð ánægð með sjálfan mig. Í gær tók ég nefnilega allt í gégn heima. Þurkaði af öllum listum enda voru þeir orðnir loðnir af ryki. Ryksugaði og skúraði. Srúbbaði klósettið og vaskinn. Þurkaði af öllum skápshurðum og svo bara af öllu öður líka. Pússaði spegla og hvað eina.
Á morgun verður fullt að gera í vinnunni og á fimmtudaginn líka og svo loksins loksins fæ ég að hitta minn heitt elskaða og saknaða mann aftur. Þrír dagar geta verið svakalega lengi að líða stundum. Jarðaför á föstudaginn sem verður sennilega erfit. Helgin svo sennilega bara róleg enda enginn í bana stuði eftir svona föstudag.
Já þetta var nú svona það helsta í bili.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment