Fór til Kalmar eftir vinnu á fimmtudaginn. Við hjálpuðumst að að búa til mat sem var svo boðið upp á eftir jarðaförina. Ég keypti afsakplega fallegar liljur til að hafa á borðinu og þetta var allt mjög rólegt og gott.
Sjálfa jarðaförin fór að öllu leiti vel fram og við erum öll fegin að þessu er aflokið.
Ég nennti svo ekki heim fyrr en í morgun og lagði af stað rétt fyrir 6, keypti kaffi og samloku á bensínstöð. Skaust aðeins inn heima og labbaði svo hingað í vinnuna. Fer svo eftir vinnu á morgun aftur til Kalmar.
Því miður fæ ég ekki húsið og það er þraut fúllt náttúrlega. En við finnum einhvað annað bara. Vonandi betra og flottara bara.
Að öllum líkindum fæ ég ekki tíma hjá vörubíla fyrirtækinu því að úr báðum fyrirtækjunum sínum ætlar han að gera eitt fyrirtæki og þá fær konana sem hefur hugsað um gamla fyrirtækin bæði þar sem hún hefur unnið mun lengur hjá honom. En það eins og annað kemur í ljós. Að öllum líkindum er best fyrir mig að fara að spá í atvinnumálin. Þá hefði verið gott að vita hvar ég mun búa. Mig langar ekkert að búa í Virserum og eina ástæðan fyrir að ég geri það er að ég er með vinnu hér.
En koma tímar og koma ráð. Allt mjög spennandi einhvað.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment