Thursday, September 10, 2009

NEI

Mér finnst ekki gaman að vera ein heima. Ætlaði að gista hjá ástinni einu og fara heim snemma í morgun. Úr því varð ekki þar sem ég gat ekki sofnað. Því brunaði ég heim og var komin um 3 í morgun. Svaf svo hálf partinn yfir mig og kúldraðist á fætur rétt fyrir átta.

Sumar nætur eru svona.

Fór svo bara beint að sækja Sirocco á hunda dagheimilið því ég ætla ekki að vera alein og hundlaus því það er bara of mikið fyrir mig! Mætti hér svo um hálf níu sem var allt í lagi því síminn hér var meðfluttur í gemsann minn.

Sjúkt gaman í gær. Alveg frábært kvöld. Pablo líkur sjálfum sér og strákarnir tveir sem hituðu upp fyrir hann voru als ekki síðri. Mér tekst þó ekki að finna nöfnin á þeim þó ég sé búin að leita.

Ég veit ekkert um helgina enn, mig langar náttúrlega til Igelösa en verð að bíða og sjá hvað foreldrar mínir elskulegir eru að spá. Það er sennilega dónalegt að vera ekki heima ef þau koma í heimsókn.

Ætla heim í hádeginu og leggja mig í hálftíma, ég er orðin of gömul til að vera úti til þrjú á morgnana ef ég á að vinna daginn eftir.... ZzzzzZzzzz

No comments: