Ég fer beint eftir vinnu til Kalmar. Goody! Tek Sirra með og verð til sunnudags. Frumburinn kemur svo sennilega til Hultsfred á mánudag og mun ég sækja hana þar. Svo er stefnan að hafa stelpukvöld mánudag og þriðjudag. Fara og versla í Kalmar á miðvikudag og svo sjáum við til.
Skellti mér í bælið um 22 í gær, svaf ágætlega og til sjö. Hund löt og fékk mér coco popps í morgunverð. Maður spyr sig: er ég gengin í barndóm? Maður spyr sig líka: Hvort ætli sé betra að fá sér dísætt morgunkorn í morgunmat eða að sleppa honum alveg? Já ég spyr mig að þessu alla vega.
Í hádeginu löbbum við Sirocco heim. Ég fer í sturtu og geri mig fína. Pakka því sem ég ætla að taka með mér til Kalmar og svo förum við hingað á bílnum. Er að vonast til að geta laumast út uppúr þrjú bara svona afþví að yfirmaðurinn ómissandi er að skemmta sér í útlöndum. Og þá ætti ég að vera komin til míns elskulega um fimm sem er fínt.
Horfði á dvd Menn sem hata konur í gær. Aðalega fyrir Mola því henni er búið að líða mjög illa yfir að ég var ekki búin að sjá hana. Ég hélt að þetta væri allt öðruvísi mynd og þótti mér hún ágæt. Já eða bara fín.
Not to self: Láta taka mynd og endurnýa ökuskírteinið! Garva í því í næstu viku!!
Góða helgi gott fólk!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment