Thursday, September 17, 2009

Frábær frídagur!


Fyrst og fremst sváfum við til hálf tíu sem hefur ekki gerst mánuðum saman. Við dúlluðum okkur á fætur og fengum okkur kaffi. Um hálf 11 þegar við vorum búin að spjalla og sötra kaffið fór ég með Sirocco í labbitúr og fór svo að vinna aðeins fyrir sjálfan mig. Á meðan var Sirocco heima hjá Micka og undi sér vel. Honum finnst nefnilega ekki gaman að vinna hjá Byggvab.

Um hálf eitt var ég búin að vinna og skellti mér að versla. Og þegar ég var búin að koma öllu inn í frysti og skápa skelltum við okkur á stað sem kallast Stora Hammarsjön. Þar eru einhvað um 20-30 vötn að hinum og þessum stærðum. Við fórum í langan labbitúr í skóginum, slepptum Sirocco svo hann gæti hlaupið eins og honum listi og nutum þessa að vera til. Við fundum þarna pínu lítil sumarhús sem hægt er að legja og erum að spökulera í að kannski gera það. Þessi staður er dásamlegur og á þessum tíma árs mjög kyrrlátur. Við sáum fjórar, fimm hræður allann tímann sem við vorum þarna.

Þegar við komum heim fór ég í sturtu á meðan Micke eldaði handa okkur sjúklega góðann mat. Þar á eftir fórum við með tölvuna inn í rúm og lágum þar og horfðum á dvd fram að hátta tíma.

Eftir vinnu í dag stendur til að skella sér á sveppa og bláberja veiðar. Við ætlum að taka með okkur einnota grill og pulsur. Og erum að vona að við fáum ristað brauð með smjörsteiktum villisveppum og bláberja paj í kvöld kaffinu.