Tuesday, November 11, 2008

Aldrei ró

Kannski á ekki að vera ró, hvað veit ég. Ró leysið er þó farið að fara verulega í taugarnar á mér og ég vil ekki meir. Endalaust helvítis rugl.

Frekar sorglegt atriði í lífinu er að ég á bara einn BL disk eftir, gerir ekki svo mikið til kannski. Ég byrja bara aftur á seríu eitt eða fer að ráða krossgátur út í eitt.

Sirocco fer í sprautu á morgun alveg eins og hin litlu börnin. Vona að hann verði góður, hann var það síðast. Ég er farin að loka stákana inni í svefnherbergi við og við og sækja Ronju. Henni finnst það öfga nice. Liggur á teppi í sófanum og lætur klappa sér non stop í hálftíma eða svo. Svo er hún alveg til í að lossna frá mér og strákunum er hleypt aftur út.

Í kvöld er einkasonurinn búin að áhveða að við eigum að borða pítu með buffi. Með ekta íslenskri pítu sósu í boði Mola frá því í sumar. Gott!

1 comment:

Anna Stína said...

já verði ykkur að góðu!