Tuesday, November 18, 2008

Jólastuð


Er ekki hver að verða síðastur að byrja með jólastússið? Ég held að það sé alla vega kominn tími á að fara að spá í hvað manni finnst skipta máli að gera fyrir og um jólin.

Hér er minn listi:
Þurrka vel og rækilega af öllu, svovel ofan af sem undir öllu í öllum herbergjum hússins.
Þvo alla glugga svo ég geti sett ljósa dótaríið í þá og kveikt á þeim til að gleðja ungana mína.
Búa til jólahlaðborðs matinn fyrir litlu jólin með mínum foreldrum og bróðir og frysta hann.
Baka þær smákökur sem ungunum mínum langar í.
Kaupa mér jólatré og skreyta það á Þorláksmessukvöld.
Kaupa jólagjafir handa þeim sem mér þykir vænt um og pakka þeim inn.
Senda örfá jólakort, finnst það leiðinlegra með hverju árinu þó.
Elda skinku i ofninum á Þorláksmessukvöld og próf smakka hana sama kvöld.
Kaupa jólanærföt á alla fjölskylduna og láta hvern og einn fara í sína spjör eftir jólabaðið.
Skipta á öllum rúmum á Þorláksmessu.

Svo finnst mér alveg nauðsin að fá skötu á þorláksmessukvöld en það er ekki hægt.

Svo vil ég jólafrið með bókum og konfekti, heitu kakó og góðum bíómyndum og svo er þetta komið.

En þessi listi er töluvert krefjandi þó hann sé frekar stuttur svo ég er að spá í að byrja á morgun bara. Alla vega taka einhvað herbergi í gegn og kannski ráðast á gluggana svo það sé búið.

Haldið þið að það verði jól í ár líka?

1 comment:

Anna Stína said...

Heyrðu, ég sendi þér vel KÆSTA skötu! Þú og allt þitt fólk munu elska það!

Og jólanærföt ha?
Voðalega eruð þið skrýtin ;)

Ég er búin að panta jólakortin og málið er dautt..... not