þar sem ástandið í heiminum er eins og það er, efnahags og iðnaðar kreppa víðast hvar. Þá er verið að segja upp fullt af fólki hér. Enn sem komið er mest fólki sem vinnur við iðnað að einhverju tæi. Volvo er búið að segja upp fleiri hundrað manns meðal annars. Þegar mikið af fólki er atvinnulaust og fær einungis 80% af laununum sem það er vant að fá, hættir það að sjálfsögðu að versla sér óþarfa. Matvörubúðin hér í bænum er búin að reikna út að nær allir versli fyrir um 20 krónum minna en það gerði fyrir bara nokkrum vikum síðan. Það hljómar ekki sérlega mikið en ef við gerum ráð fyrir að flestir versli kannski fyrir um 200 sænskar krónur í hverri ferð þá er þetta 10% samdráttur.
Það er verið að tala um að lækka virðisauka skattinn tímabundið, hækka barnabæturnar og námstyrkinn til að efla kaupmátt og kannski bjarga fyrirtækjunum frá því að fara á hausinn. Allt þetta kom mér til að hugsa aðeins til allra heima á klakanum fagra sem eru að hugsa um að flýa land og leita sér að vinnu erlendis. Ég held að sá möguleiki sé að verða minni með hverjum deginum. Það er samdráttur allstaðar.
Eignig er ég búin að vera að spá í hvort ég hadi vinnunni og hvort að eiginmaðurinn elskulegur haldi sinni. Hann selur glugga og hurðir og ég sel vatnsleiðslur. Hvoru tveggja er mest notað í ný hús og það er enginn að byggja eitt né neitt. Enda er síminn svo til þagnaður og salan bæði hjá honum og mér hefur minkað til muna.
Enn hefur yfirmaðurinn minn ekki hótað að segja mér upp en hann er annars sí vælandi um að það þýði ekki að vera með fyrirtæki og ekki þéna neitt á því. Hann hefur náttúrlega þénað alveg dopíu af peningum á þessu fyrirtæki það vantar ekki. En hann vælir endalaust við okkur tvö sem vinnum hér að launakostnaðurinn sé alveg geysi hár fyrir svona lítið fyrirtæki og skatturinn er hræðilegur og að annað okkar þurfi sennilega að fara. Fyrsta árið sem ég vann hér var ég alltaf að leita mér að annari vinnu því ég var viss um að það væri alveg um það bila að fara að leggja þetta niður. Svo vandist ég þessu og hætti að hlusta. Þessi maður er alltaf í fyrsta sæti í keppninni yfirmaður ársins.
Ég mundi ekki sakna þess að vinna hér ef mér yrði sagt upp svo mikið er víst. Þætti ákaflega þægilegt að fá aðra vinnu þar sem ég er ekki skömmuð fyrir einhvað sem ég hef ekkert með að gera. Ég væri löngu hætt hér ef ég ætti ekki tvo hunda sem fá að vera með mér í vinnunni í staðinn fyrir að vera alltaf einir heima alla daga. En ég er svo skrýtin einhvað að ég verð að vera með laun.
Æi þetta reddast, það reddast alltaf allt!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment