Friday, November 7, 2008

Boston Legal time again


Happy times! Ég er háð þessum þáttum. Fékk nýu seríuna í fyrra dag og í gær þegar ég var búin að stússast í matnum og fara í labbitúr með gæjana mína hlammaði ég mér fyrir framan sjónvarpið og horfði á fyrsta diskinn. Alveg dásamlegt. Ég fékk bara að horfa á einn disk fyrir mér því ég vildi ekki vaka hálfa nóttina. Var svo frekar svekt þegar diskurinn var búinn því mig langaði að sjá einn þátt í viðbót en bannaði mér það. Svaf svo vel og rækilega til 4.00 eða þangað til kettinum byrjaði að langa út á lífið.

Engin plön fyrir helgina nema taka til og kanski þvo gluggana. Það er helvítis lýgi, ég ætla að horfa á BL alla helgina bara.

1 comment:

Hólmfríður Marjorie =) said...

Þetta eru geðveikir þættir! :D:*