Monday, November 17, 2008
Veiðiför til IKEA
Í gærmorgun vakti einkasonurinn mig úr værum blundi sem ég tók mér eftir labbitúr með hunda og morgunmat, með orðunum "Mamma, það er opið til hálf sex í IKEA" Já há hugsaði ég með mér, hvað er nú í gangi. Svo var málum háttað að honum vantaði 2 borðplötur og átta borð lappir undir þær og var búinn að finna þetta í IKEA.
Ég gerði mér strax grein fyrir að ég væri á leiðinni til Kalmar og í IKEA og dullaðist á lappir. Hugsaði mér gott til glóðarinnar undir grillunum á Burger King og sá fyrir mér hamborgara og annað slíkt í hádegismat.
Ég dreif hundana út aftur, labbaði inn í skóg og áfram út á engi með Timmy lausann og Sirocco í langri línu. Þar lét ég þá skokka um og andskotast til að þreyta þá almennilega áður en ég færi í stórbæar ferðina.
Við einkasonurinn lögðum af stað og á leiðinni fundum við bæði hvað við vorum svakalega svöng. Matseðillinn á Burger King var ræddur fram og til baka og plön smíðuð um allt sem við ætluðum að éta. Á staðnum völdum við svo sitthvorn tvöfalda hamborgarann og franskar. Og skiptum svo á milli 1 poka af King Wings og 1 poka af Chili Cheeas, með þessu fengum við okkur svo osta sósu og ég át þetta meira eða minna allt upp til agna. Fékk mér Cola Zero með þessu til að núlla allar kalóríurnar.
Svo var haldið í IKEA og sonurinn breyttist í veiðimann. Hann var með vagninn og æddi af stað. Spurði eftir 200 metra hvað þetta væri eiginlega stór búð. Ég náði að kippa með mér pakka af kertum án þess að það bæri mikið á því. Veiðimaðurinn fann borðplöturnar og lét mig skrifa upp hvar á lagernum þetta værir og æddi svo áfram í átt að lagernum. Spurði hvort það væri virkilega ekki hægt að komast hjá því að labba í gegn um alla búðina til að komast þangað. Ég hrifsaði 2 skurðabretti niður úr hillu á hlaupunum á eftir honum og náði honum aftur við hillu 25 þar sem hann var að taka fram aðra borðplötuna. Ég ákvað að flýta aðeins fyrir honum og fór og fann borð lappirnar á meðan og hitti hann við kassann.
Það tekur góðann veiðimann ca 20 mínotur að drepa 2 borðplötur og 8 lappir í IKEA á sunnudeigi.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Já þetta er dugnaðardrengur!
Og Coke Zero étur allar kalóríur, og svo má líka drekka smá uppþvottalög því að hann eyðir fitu, ég sé það´þegar ég þvæ upp
Já þú kannt þetta enda kunntuleg mjög
Post a Comment