Friday, November 14, 2008

Sendu póstkort í dag...


að senda heilt alvöru bréf er náttúrlega ekki leggjandi á nokkurn mann.

Þegar ég var á Íslandi síðast fyrir einu og hálfu ári síðan(held ég) ákvað ég að senda afa mínum póstkort í hverri viku eftir að ég væri farin heim. Það hef ég gert og hann ætti að vera komin með hátt í 80 kort.

Ég ímynda mér að á þennann hátt getir ég glatt hann einhvað örlítið alla vega einu sinni í viku þegar hann sækir póstinn. Síðustu misseri hefur ekki verið gaman fyrir fólk að sækja póstinn sinn, þennann sem kemur í póstkassann. Maður fær bara reikninga og auglýsingar. Aldrei bréf aldrei neitt sem minnir mann á vini og vandamenn.

Póstkortin eru ekki merkileg, ekki fréttnæm eða neitt svoleiðis. Segi honum oft bara að allir séu hressir og stundum hvernig veðrið er. Hugsanlega einhverjar smá fréttir og alltaf knús og teikna nokkur hjörtu. Ég held honum þyki vænt um að fá þau samt.

Ef þú átt einhvern að sem þú getur ekki hitt oft og sérstaklega ef sá/sú sama ekki er í e-póst bransanum sendu þeim þá kort við og við. Það eru forréttindi að geta glatt einhvern með svoleiðis lítilræði.

1 comment:

Anna Stína said...

Já þú kannt alveg að vera sæt, komst mér á óvart þarna!