Friday, May 29, 2009

Meira tuðið

Var dugleg í morgun og fór í 40 mínútna labb. Fer svo út að labba í kvöld aftur eðlilega. Hef engin plön í gangi fyrir helgina. Fínt að hafa helgar inn á milli sem ekkert er gert. Mig grunar að ég fái smá músík með póstinum og það verður náttúrlega að hlusta á hana. Nú og þrifa. Annars gæti ég líka skroppið til mömmu og co því dóttir mín ætlar þangað og svo er sænski mæðra dagurinn hér á sunnudaginn.

Nenni þessu ómögulega samt, ný komin þaðann og þetta er svo langt einhvað. Svo fer næsta helgi líka í ferð nema bara í hina áttina. Og því nenni ég víst.

Best að halda áfram að þýða Norsku pappírana sem mér voru afhentir hér í morgun. Búin að vera að dunda mér við það mest hela daginn. Fjör!!

Thursday, May 28, 2009

Brennivín


Ágætur frídagur í gær. Gerði ekki mikið af viti annað en að vera í þvottahúsinu. Hugsaði um einkasoninn og kærustuna, gaf þeim morgunverð uppúr hádegi. Egg og beikon ásamt ristuðu brauði, appelsínu djús, áleggi og hinu og þessu. Faðir einkasonar kom svo og sótti þau eftir vinnu. Svo beið ég spennt eftir að komast í þvottahúsið var alveg að lognast út af en rétt hafði þetta af.

Spjallaði svo í símann þangað til ég var orðin þvoglumælt af þreytu og svo bara í bólið að sofa. Fékk mér reyndar líka kvöldmat. Mjög furðulegann en góðann. Ristaði 2 brauðsneiðar, steikti pakka af beikoni, smurði brauðið með smjöri og setti beikonið á milli sneiðana. Hafði líka ost á milli og þetta var bara assskoti gott skal ég segja ykkur. Ekki sérlega hollt kannski en gott.

Hófa mín, þú sérð nú bara til með Brennivínið Íslenska. Get sko alveg sagt þér að ég drekk ekki svoleiðis en mig langar að eiga litla flösku af þessum óþverra til að leifa sænskum gestum að smakka.

Djö... hlakka ég til að fara til Stokkhólms þarnæstu helgi. Crapp hvað tíminn líður hægt þegar maður er að bíða eftir einhverju.

Over and out

Wednesday, May 27, 2009

Children Of Bodom

As we speek þá er children of Bodom uppáhalds hljómsveitin. Strax þar á eftir kemur Disturbed. Já þetta er bara svona.

Einkasonurin og kærastan eru hér hjá mér, gaman að hafa þau..... en mér finnst þau sofa örlítið lengi á morgnana. Getur maður borðað morgunmat kl. 12 nei ég spyr.

Já: Hófa co!!! Mikið hlakka ég til að sjá ykkur!!!!!! Ég skal gera mitt besta til að skemmta ykkur. Gleymdu bara ekki að taka með sviðakjamma og kæstann hákarl (djók.....þú veist það) En Lakkrís bæði saltur og sætur er alltaf vel þeginn!!! já og íslenskt brennivín ef annað hvort ykkar er nógu gamalt til að kaupa þannig varning.

Farin í sturtu.......

Tuesday, May 26, 2009

Logo Black On Black -girlie ziphoodie

Ég er alveg að tapa mér í músíkinni þessa dagana og næturnar. Byrjaði að hlusta á Children of Bodom í gær þegar ég fór út með voffann. Ætlaði að hlusta á eitt lag eða svo rétt á meðan en endaði með að hlusta til að verða 2 í nótt. Eftir COB hélt ég askvaðandi áfram með Disturbed og alveg orðin trúuð varðandi þessar tvær hljómsveitir. Pantaði 2 cd í viðbót með Children of Bodom í gær áður en ég gat sofnað og mun að öllum líkindum panta fleiri cd með Disturbed í dag.

Ég er að segja ykkur að mig langar eða ég verð að komast til Gautaborgar og á http://www.metaltown.se/

Getur einhver skilið það?? Ég bara spyr!!

Ég get alveg sætt mig við að fara á föstudags morgninum bara og keyra heim um nóttina, þessar hljómsveitir spila á föstudaginn sjáiði...

FREDAG:
Slipknot
Disturbed
Volbeat
Napalm Death
Meshuggah
Pain
Trivium
Children Of Bodom
Municipal Waste
Hatesphere
Dead By April
Pilgrimz
Bullet
Hellzapoppin
Sterbhaus

Má ég fara? Vill einhver koma með mér?

Monday, May 25, 2009

Djö.. átti ég frábæra helgi

Get náttúrlega ekkert tjáð mig um það hér en dís hvað lífið leikur og tilvaran er æðisleg þessa dagana.

Allir cd sem ég pantaði ættu að vera komnir heim til mín að bíða. Svo ég er þá bara farin heim að hlusta á músik.

Ég er alveg uppgefin eftir daginn, búið að vera geðveikt að gera í allann dag. Alveg búin á því bara, aðalega í hausnum. Svo ég blogga nú bara meira seinna.

Takk fyrir mig og góða nótt eða þannig

Wednesday, May 20, 2009

Music non stop

Búin að panta miða á Takida á Öland í sumar. Skrapp svo aðeins inn á cdon og keypti alveg óvart einhverja cd diska. Veit ekki hvað skeði þar...

Og svo langar mig ógeðslega mikið á METALTOWN Í Gautaborg 26-27 júni. Látiði mig vita ef ykkur langar með og viljið koma!! Ég meina það common hellingur af þrusu góðum metal hljómsveitum ha og ha og ha common!!

Æi ég er farin að fá mér súpu

Tuesday, May 19, 2009

Kæruleysi

Nennti náttúrlega ekkert að vinna eftir vinnu í gær. Skellti mér í bæinn og keypti bráðnauðsinlega hluti. Eins og stóra sæng og ver utan um hana. Brauðrist, kaffibolla, langar teskeiðar og svo einhvað af mat.

Í dag hinsvegar vinn ég eftir vinnu. Fer líka að hitta man sem kannski vill kaupa gamla bílinn. vona það, því mér finnst eins og ég þurfi ekki tvo bíla. Svo kom ungur maður hér við í gær og spurði yfirmann minn hvort hann vissi um einhvern sem gæti hugsað fyrir hann um bókfærslu í litla fyrirtækinu hans. Hann ætlar að hafa samband við mig í dag svo ég geti hitt hann og vin hans sem er líka með lítið fyrirtæki og vantar líka hjálp með sína bókfærslu. Þar með gæti ég vel verið komin með 3 fyrirtæki sem ég hugsa um í Ekoassist. Fínt mál og nóg að gera.

Á morgun eftir vinnu er svo þvotta tími, matreiðsla og tiltekt. Heimsókn á fimmtudaginn sem er frídagur og framundan er dásamleg helgi. Ég hlakka til og ætla að njóta í botn.

Best að byrja að vinna. Alveg nóg að gera, því get ég lofað.

Monday, May 18, 2009

Ég var að fatta

að þegar ég er búin að vinna hér klukkan fjögur verð ég að fara í hina vinnuna mína aðeins. Eða get ég kannski gert það á morgun frekar. Þetta verða fyrstu klukkutímarnir sem ég get tekið borgað fyrir og ég ætti að drullast til að gera þetta í kvöld. En svo er hitt. Ég er að drepast úr leti í augnablikinu og nenni þessu engann veginn.

Á morgun segir sá lati og á morgun segi ég. (andskotans aumingja gangur)

Ég er búin að fá lánið sem ég sótti um í bankanum mínum og get þá borgað bílinn sem ég sótti um helgina. Það hefði náttúrlega verið hallærislegt ef ég hefði ekki fengið lánið. Hvað hefði ég gert þá? Skilað bílnum? Ég er sennilega búin að selja gamla bílinn minn. Fer og læt einhvern bíla karl kíkja á hann. Vona að ég fái fimm þúsund fyrir hann en geri ráð fyrir að fá tvö þúsund.

Fer í snatt á gamla bílnum á eftir (sorgar rúnt) búin að eiga þennann bíl lengi og við höfum gengið í gegnum margt saman. Hann missti td eitt dekk einu sinni á leið til mömmu og pabba sælla minninga. Þá var mér bjargað af englum eins og þið kanski munið. Hinn fjall myndalegi Per og góði Daniel. Ætli þeir séu á lausu? Veit það einhver?

Það er grenjandi rigning (hvað er í gangi með það) Vona að það stytti upp svo ég þurfi ekki að verða rennandi blaut í hádeginu og svo aftur á leið heim að sækja bíl. Er svo að fara að versla fyrir helgina. Ég hef nú í ýmsu að snúast fyrir þessa helgi. Hvar get ég keypt sæng?

Mig vantar líka ristavél en ég veit hvar ég get keypt hana.

Djöfulli hlakka ég til Fimmtudagsins....

Friday, May 15, 2009

Það á náttúrlega ekki að segja frá þessu,


en. Bara svona svo þið vitið hvað þið eruð að díal við varðandi mig þá ætla ég að gera það samt.

Ég minntist á það í síðustu færslu að hann Moli minn væri að koma í heimsókn. Eins og gengur og gerist panta ég alltaf lestarmiða fyrir mína vini og vandamenn þegar þau koma því það er svo mikið auðveldara fyrir mig að gera það hér. Nú nú svo um daginn pantaði ég miðann hennar og allt í fína með það. Í gær pantaði ég svo miða fyrir sjálfan mig til að fara í dag og sækja bílinn.

Í morgun er ég svo í net bankanum. Það er ekkert skrýtið við það, ég er oft að vesenats í honum. Þar sé ég bara að lestarfyrir tækið er búið að draga 712 krónur af reikningnum mínum og verð alveg bit. sé svo að þeir draga 158 krónur af reikningnum í dag og varð enn meira bit.

Hringi svo í lestarfyrirtækið og segist ekki kannast neitt við þetta. Og var sett í röð að bíða eftir einhverjum kauða sem gæti hjálpað mér með þetta. 30 mínútum seinna er ég enn í röð og ákveð að ég nenni þessu ekki og sé farin í mat. Um leið og ég er búin að leggja tólið á. Fatta ég náttúrlega að önnur færslan er miðinn hans Mola hin er miðinn minn. Akkúrat þarna varð ég ofboðslega fegin að ég náði ekki í manninn sem átti að hjálpa mér.

Sekúndum seinna fattaði ég að ég er orðin elliær eða klikkuð eða bæði og einhvað annað í viðbót. Hvar endar þetta???

Alltaf einhvað í gangi.

Þarf að geysast niður til Skåne í kvöld að sækja nýa bílinn minn. Litli bróðir skutlar okkur Sirra í lestina um kvöldmatar leitið. Svo förum við tvö heim á bílnum á morgun. Veit nú ekki hvað Sirra finnst um að fara í lest en hann verður bara að láta sig hafa það. Hann er líka að verða svo veraldarvanur. Alltaf með allstaðar, fer með mér í þvotta húsið, bíður fyrir utan sumar búðir og fær að fara með inn í aðrar. Byrjaður á hunda (barna) heimili og ég veit ekki hvað og hvað. Getur ekki verið mikið mál fyrir þann unga mann að ferðast í lest.

Það var eigilega búið að plana smá hitting um helgina en það fór nú bara í rugl þegar ég byrjaði í bíla braskinu. Not to worry hittingurinn verður seinna bara. Ekki málið.

17. júni kemur Moli No less til mín. það eru 34 dagar í það. Þá verður þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur og svo förum við beint í midsommar hátíðarhöldin. Verða ekkert nema blöðrur, fánar, og svo náttúrlega dansað og sungið alla helgina. Nema ég hafi misskilið einhvað og við gerum einhvað allt annað.

Það verður alla vega fjör hjá okkur eins og venjulega.

Tuesday, May 12, 2009

Frú í Stokkhólmi,

kannski enda ég þannig hvað veit ég. Alla vega átti ég alveg dásamlega daga þar og á eftir að fara oft þangað. Ég verð að segja að mér finnst bara alveg ágætt að ferðast með lestum nema þá helst hvað það er dýrt. Verð að herða mig upp í að fara á bílnum næst.

Þetta var svakalega góð helgi og ég er ofboðslega ánægð og kát innanborðs.

Í dag sendi ég inn umsókn til að geta stofnað fyrirtæki.Það mun heita Ekoassist sem þýðir ca Eko(stytting á orðinu ekonomi) sem þýðir efnahagur og assist sem er annað orð fyrir hjálp. Ég er komin með einn kúnna sem er reyndar ekki mikið en einhverstaðar verður maður að byrja og þetta þýðir að frá og með núna er ég komin með aðeins meiri vinnu og fæ þá aðeins meiri pening. Það er heppilegt því ég er greinilega hin mesta eyðslu kló.

Á morgun fer Sirocco í aðlögun á dagheimili. Ég er að fara með hann í hunda gæslu og mun skilja hann eftir þar í nokkra tíma. Er búin að sjá það út að ég verð að geta fengið pössun fyrir hann við og við. Að ógleymdum helgunum þegar ég þarf að skella mér til Stokkhólms. Gott mál. Vona að hann öskri ekki eins og ljón þar eins og hann gerir heima og bara alstaðar þar sem ég skil hann eftir. Hann er alltof mikill mömmustrákur. (common hundaeiganda strákur hljómar bara furðulega)

Að öðru leiti er ég í fríi á morgun miðvikudag í fyrsta skipti í heillangann tíma. Fyrir utan að ég fer að vinna í fyrirtækinu mínu nokkra tíma á morgun. Snilld, ég hef nefnilega ekki fengið neitt extra fyrir að gera þetta hingað til.

Í kvöld laga ég til, hlusta á músik og tala í símann. Ég geri nú ekki annað en tala í síma. Isssss bara

Wednesday, May 6, 2009

Look of the day


Hvar er regnhlífin mín. Það er grenjandi rigning og ég er alveg að fara að labba heim til að sækja bílinn. Regnhlífin er í skottinu á honum. Murr! Og svo fer ég beint í klippingu og strípur. Mun þá væntanlega líta út eins og drukknaður köttur þegar ég kem þangað og það er einmitt gott þar sem ég mun sitja fyrir framann stórann spegil í tvo klukkutíma eða svo. Já sveimér þá ef þetta líf er ekki allt eins.

Eftir klippingu fer ég svo og sæki einkasoninn og við vorum búin að ákveða að fara í langann labbitúr með Sirocco okkur til dundurs. Ég er ekki viss en ef það er ekki hætt að rigna þegar þar er komið sögu þá mun ég sennilega ekki vera í neinu labbitúra stuði. En eins og ég segi, hvað veit ég um í hvaða stuði ég verð.

Þar á eftir ætluðum við að fara út að borða og mér er skít sama hvort það rignir varðandi það. Við förum út að borða.

Ég keypti mér vikt í gær. Hún er gasalega smart með voða fínu munstri og svona svo ég ætla bara að hafa hana sem skraut. Nei ég segi svona.

Mikið er ég annars heppin að ég fór í vinnuna í rústskinns jakkanum mínum í dag. Ég held það leggist vel í hann að blotna einu sinni almennilega.

Monday, May 4, 2009

Endalaust stuð bara


Mér finnst frekar leiðinlegt að vera hrædd. Mér finnst virkilega leiðinlegt þegar einhverjir karlmenn eru að læðast aftan að mér í þvottahúsinu og elta mig á bílum. Ég er glöð að ég á snar brjálaðan hund. Mér þykir verra að þessi bær er víst stútfullur af geðsjúkar hælum með tilheyrandi geðsjúklingum. Og já... þeim er sleppt út.

Note to self: Ekki þvælast um á dimmum stöðum, seint á kvöldinn með I pod á hæðsta.

Another not to self: Passaðu þig manneskja!!