Tuesday, May 12, 2009

Frú í Stokkhólmi,

kannski enda ég þannig hvað veit ég. Alla vega átti ég alveg dásamlega daga þar og á eftir að fara oft þangað. Ég verð að segja að mér finnst bara alveg ágætt að ferðast með lestum nema þá helst hvað það er dýrt. Verð að herða mig upp í að fara á bílnum næst.

Þetta var svakalega góð helgi og ég er ofboðslega ánægð og kát innanborðs.

Í dag sendi ég inn umsókn til að geta stofnað fyrirtæki.Það mun heita Ekoassist sem þýðir ca Eko(stytting á orðinu ekonomi) sem þýðir efnahagur og assist sem er annað orð fyrir hjálp. Ég er komin með einn kúnna sem er reyndar ekki mikið en einhverstaðar verður maður að byrja og þetta þýðir að frá og með núna er ég komin með aðeins meiri vinnu og fæ þá aðeins meiri pening. Það er heppilegt því ég er greinilega hin mesta eyðslu kló.

Á morgun fer Sirocco í aðlögun á dagheimili. Ég er að fara með hann í hunda gæslu og mun skilja hann eftir þar í nokkra tíma. Er búin að sjá það út að ég verð að geta fengið pössun fyrir hann við og við. Að ógleymdum helgunum þegar ég þarf að skella mér til Stokkhólms. Gott mál. Vona að hann öskri ekki eins og ljón þar eins og hann gerir heima og bara alstaðar þar sem ég skil hann eftir. Hann er alltof mikill mömmustrákur. (common hundaeiganda strákur hljómar bara furðulega)

Að öðru leiti er ég í fríi á morgun miðvikudag í fyrsta skipti í heillangann tíma. Fyrir utan að ég fer að vinna í fyrirtækinu mínu nokkra tíma á morgun. Snilld, ég hef nefnilega ekki fengið neitt extra fyrir að gera þetta hingað til.

Í kvöld laga ég til, hlusta á músik og tala í símann. Ég geri nú ekki annað en tala í síma. Isssss bara

1 comment:

Anna Stína said...

og þú hefur ekkert sagt mér frá þessu fyrirtæki þínu... geðsjúklingur!