að þegar ég er búin að vinna hér klukkan fjögur verð ég að fara í hina vinnuna mína aðeins. Eða get ég kannski gert það á morgun frekar. Þetta verða fyrstu klukkutímarnir sem ég get tekið borgað fyrir og ég ætti að drullast til að gera þetta í kvöld. En svo er hitt. Ég er að drepast úr leti í augnablikinu og nenni þessu engann veginn.
Á morgun segir sá lati og á morgun segi ég. (andskotans aumingja gangur)
Ég er búin að fá lánið sem ég sótti um í bankanum mínum og get þá borgað bílinn sem ég sótti um helgina. Það hefði náttúrlega verið hallærislegt ef ég hefði ekki fengið lánið. Hvað hefði ég gert þá? Skilað bílnum? Ég er sennilega búin að selja gamla bílinn minn. Fer og læt einhvern bíla karl kíkja á hann. Vona að ég fái fimm þúsund fyrir hann en geri ráð fyrir að fá tvö þúsund.
Fer í snatt á gamla bílnum á eftir (sorgar rúnt) búin að eiga þennann bíl lengi og við höfum gengið í gegnum margt saman. Hann missti td eitt dekk einu sinni á leið til mömmu og pabba sælla minninga. Þá var mér bjargað af englum eins og þið kanski munið. Hinn fjall myndalegi Per og góði Daniel. Ætli þeir séu á lausu? Veit það einhver?
Það er grenjandi rigning (hvað er í gangi með það) Vona að það stytti upp svo ég þurfi ekki að verða rennandi blaut í hádeginu og svo aftur á leið heim að sækja bíl. Er svo að fara að versla fyrir helgina. Ég hef nú í ýmsu að snúast fyrir þessa helgi. Hvar get ég keypt sæng?
Mig vantar líka ristavél en ég veit hvar ég get keypt hana.
Djöfulli hlakka ég til Fimmtudagsins....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Sko Per og co eru ekki á lausu því ég á þá og ég ætla að heimsækja þá í júní
Post a Comment