Þarf að geysast niður til Skåne í kvöld að sækja nýa bílinn minn. Litli bróðir skutlar okkur Sirra í lestina um kvöldmatar leitið. Svo förum við tvö heim á bílnum á morgun. Veit nú ekki hvað Sirra finnst um að fara í lest en hann verður bara að láta sig hafa það. Hann er líka að verða svo veraldarvanur. Alltaf með allstaðar, fer með mér í þvotta húsið, bíður fyrir utan sumar búðir og fær að fara með inn í aðrar. Byrjaður á hunda (barna) heimili og ég veit ekki hvað og hvað. Getur ekki verið mikið mál fyrir þann unga mann að ferðast í lest.
Það var eigilega búið að plana smá hitting um helgina en það fór nú bara í rugl þegar ég byrjaði í bíla braskinu. Not to worry hittingurinn verður seinna bara. Ekki málið.
17. júni kemur Moli No less til mín. það eru 34 dagar í það. Þá verður þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur og svo förum við beint í midsommar hátíðarhöldin. Verða ekkert nema blöðrur, fánar, og svo náttúrlega dansað og sungið alla helgina. Nema ég hafi misskilið einhvað og við gerum einhvað allt annað.
Það verður alla vega fjör hjá okkur eins og venjulega.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
já ég býst við Maistöng á svölunum hjá þér, og ég mun dansa í kringum hana og syngja um froska
LOL já en ekki hvað!!! Ég fer eftir vinnu í dag og safna laufum og fíflum og bý til stöng handa þér elskan
Post a Comment