Ég er alveg að tapa mér í músíkinni þessa dagana og næturnar. Byrjaði að hlusta á Children of Bodom í gær þegar ég fór út með voffann. Ætlaði að hlusta á eitt lag eða svo rétt á meðan en endaði með að hlusta til að verða 2 í nótt. Eftir COB hélt ég askvaðandi áfram með Disturbed og alveg orðin trúuð varðandi þessar tvær hljómsveitir. Pantaði 2 cd í viðbót með Children of Bodom í gær áður en ég gat sofnað og mun að öllum líkindum panta fleiri cd með Disturbed í dag.
Ég er að segja ykkur að mig langar eða ég verð að komast til Gautaborgar og á http://www.metaltown.se/
Getur einhver skilið það?? Ég bara spyr!!
Ég get alveg sætt mig við að fara á föstudags morgninum bara og keyra heim um nóttina, þessar hljómsveitir spila á föstudaginn sjáiði...
FREDAG:
Slipknot
Disturbed
Volbeat
Napalm Death
Meshuggah
Pain
Trivium
Children Of Bodom
Municipal Waste
Hatesphere
Dead By April
Pilgrimz
Bullet
Hellzapoppin
Sterbhaus
Má ég fara? Vill einhver koma með mér?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment