Friday, May 15, 2009

Það á náttúrlega ekki að segja frá þessu,


en. Bara svona svo þið vitið hvað þið eruð að díal við varðandi mig þá ætla ég að gera það samt.

Ég minntist á það í síðustu færslu að hann Moli minn væri að koma í heimsókn. Eins og gengur og gerist panta ég alltaf lestarmiða fyrir mína vini og vandamenn þegar þau koma því það er svo mikið auðveldara fyrir mig að gera það hér. Nú nú svo um daginn pantaði ég miðann hennar og allt í fína með það. Í gær pantaði ég svo miða fyrir sjálfan mig til að fara í dag og sækja bílinn.

Í morgun er ég svo í net bankanum. Það er ekkert skrýtið við það, ég er oft að vesenats í honum. Þar sé ég bara að lestarfyrir tækið er búið að draga 712 krónur af reikningnum mínum og verð alveg bit. sé svo að þeir draga 158 krónur af reikningnum í dag og varð enn meira bit.

Hringi svo í lestarfyrirtækið og segist ekki kannast neitt við þetta. Og var sett í röð að bíða eftir einhverjum kauða sem gæti hjálpað mér með þetta. 30 mínútum seinna er ég enn í röð og ákveð að ég nenni þessu ekki og sé farin í mat. Um leið og ég er búin að leggja tólið á. Fatta ég náttúrlega að önnur færslan er miðinn hans Mola hin er miðinn minn. Akkúrat þarna varð ég ofboðslega fegin að ég náði ekki í manninn sem átti að hjálpa mér.

Sekúndum seinna fattaði ég að ég er orðin elliær eða klikkuð eða bæði og einhvað annað í viðbót. Hvar endar þetta???

No comments: