Wednesday, May 6, 2009
Look of the day
Hvar er regnhlífin mín. Það er grenjandi rigning og ég er alveg að fara að labba heim til að sækja bílinn. Regnhlífin er í skottinu á honum. Murr! Og svo fer ég beint í klippingu og strípur. Mun þá væntanlega líta út eins og drukknaður köttur þegar ég kem þangað og það er einmitt gott þar sem ég mun sitja fyrir framann stórann spegil í tvo klukkutíma eða svo. Já sveimér þá ef þetta líf er ekki allt eins.
Eftir klippingu fer ég svo og sæki einkasoninn og við vorum búin að ákveða að fara í langann labbitúr með Sirocco okkur til dundurs. Ég er ekki viss en ef það er ekki hætt að rigna þegar þar er komið sögu þá mun ég sennilega ekki vera í neinu labbitúra stuði. En eins og ég segi, hvað veit ég um í hvaða stuði ég verð.
Þar á eftir ætluðum við að fara út að borða og mér er skít sama hvort það rignir varðandi það. Við förum út að borða.
Ég keypti mér vikt í gær. Hún er gasalega smart með voða fínu munstri og svona svo ég ætla bara að hafa hana sem skraut. Nei ég segi svona.
Mikið er ég annars heppin að ég fór í vinnuna í rústskinns jakkanum mínum í dag. Ég held það leggist vel í hann að blotna einu sinni almennilega.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment