Thursday, May 28, 2009
Brennivín
Ágætur frídagur í gær. Gerði ekki mikið af viti annað en að vera í þvottahúsinu. Hugsaði um einkasoninn og kærustuna, gaf þeim morgunverð uppúr hádegi. Egg og beikon ásamt ristuðu brauði, appelsínu djús, áleggi og hinu og þessu. Faðir einkasonar kom svo og sótti þau eftir vinnu. Svo beið ég spennt eftir að komast í þvottahúsið var alveg að lognast út af en rétt hafði þetta af.
Spjallaði svo í símann þangað til ég var orðin þvoglumælt af þreytu og svo bara í bólið að sofa. Fékk mér reyndar líka kvöldmat. Mjög furðulegann en góðann. Ristaði 2 brauðsneiðar, steikti pakka af beikoni, smurði brauðið með smjöri og setti beikonið á milli sneiðana. Hafði líka ost á milli og þetta var bara assskoti gott skal ég segja ykkur. Ekki sérlega hollt kannski en gott.
Hófa mín, þú sérð nú bara til með Brennivínið Íslenska. Get sko alveg sagt þér að ég drekk ekki svoleiðis en mig langar að eiga litla flösku af þessum óþverra til að leifa sænskum gestum að smakka.
Djö... hlakka ég til að fara til Stokkhólms þarnæstu helgi. Crapp hvað tíminn líður hægt þegar maður er að bíða eftir einhverju.
Over and out
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment