Friday, May 30, 2008

Öll hunda námskeið búin í bili.





Og það er nú bara hund leiðinlegt! Annars var okkur (sem vorum á námskeiðinu í Kalmar) að koma og vera með á námskeiðinu sem Jannica (leiðbeinandinn) heldur núna á miðvikudaginn okkur að kostnaðar lausu. Sé til hvort ég tími að kaupa bensín og fara.

Nokkrar myndir með 2 af Sirrocco og svo Doris (sú brúna) og Zeke (litli stubburinn) svo sjáið þið hvað það er sem við erum búin að vera að læra þarna.

Tuesday, May 27, 2008

Eyturslöngur og Ormar


Eins og margir vita þá geri ég töluvert af því að labba um í skoginum með hundana mína. Enn fleiri vita að hér er komið sumar. Það leiðinlegasta með sumar hér í Svíþjóð eru höggormarnir (huggorm) Ég er svo sem ekki hrædd við þá sjálf en ég er mjög hrædd um að hundarnir mínir verði bitnir af höggormi. Hundar geta auðveldlega dáið af svona biti og öllu máli skiptir að koma þeim til dýralæknis eins fljótt og hægt er. Þá er talað um innan við klukkutíma. Ef ég er einhverstaðar úti í skógi þá get ég þurft að bera viðkomandi hund að bílnum sem getur vel tekið hálftíma eða meira. Svo á ég eftir að keyra til dýralæknis og það getur tekið yfir klukkutíma. Semsé ekki gott mál. Kappinn á myndinni hér fyrir ofan er höggormur. Ég er búin að sjá töluvert af þeim í sumar, en þeir hafa flestir verið dauðir. Búin að sjá nokkra lifandi að sóla sig á vegunum líka svo að í ár virðist vera mikið um Orm.

Svo eru hér líka til vita meinlausir snákar. Eins og þessi hér.
Maður þekki þá á gulu blettunum fyrir neðan höfuðið og veit þá að þeir ekki bíta og eru meinlausir. Ég get samt alveg sagt ykkur að blettirnir sjást aldrei eins vel og á þessarri mynd og maður verður skít hræddur þó þeir sé snákar og ekki höggormar.

Á laugardaginn fór ég svo með voffalingana mína í labbitúr og ætlaði að fara með þá einn af okkar venjulegu skógarrúntum. Ekki vorum við komin langt þegar Sirocco steig á lítinn mjóann snák sem var ljósbrúnn á lit. Ekki veit ég hvaða snákur eða slanga það var, því enginn svoleiðis ormlingur á að búa í þessu landi. Ekki var ég með myndavél og ekki var ég sálfræðilega nógu vel í stakk búin til að muna að það er myndavél í gemsanum og þess vegna get ég ekki sýnt ykkur mynd af honum.

Það er skemmst frá því að segja að ég gékk rösklega til baka að bílnum mínum, lét hundana hoppa inn og brunaði til Högsby. Það var komið ansi langt síðan við fórum í labbitúr í bæ með smá bílaumferð og þar að auki er ég ekki að sjá að maður verði endalaust að vera að þvælast um í náttúrunni.

Monday, May 26, 2008

Taðreykt hrossabjúgu og hafragrautur


Þetta voru mínir uppáhalds matréttir þegar ég var lítil. Þar á eftir kom fiskbúðingur í dós frá ora, gjarna kaldur ef út í það fór. Fiskibollur í karrí eða heitri tómatsósu. Hakk í brúnnisósu og svo auðvitað ss pulsur.

Og hvað kemur þetta málinu við? Ekki neitt náttúrlega!

Tuesday, May 20, 2008

Cape fear

Myndin er bara frábær. Þó hún sé frá 1991 (orginalið frá 1960 og einhvað) þá hefur hún sko staðist tímans tönn. De Niro er náttúrlega snillingur, leikur geðsjúklinginn alveg dásamlega vel. Það ískrar í manninum. Martin Scorsese er náttúrlega líka snilldar leikstjóri og þessir tveir saman eru draumur. Jessica Lange skilar sínu ágætlega en var mun betri í Frances. Juliette Lewis er frábær í sínu hlutverki, það er unun að horfa á hana leika. Gamli Nick gerir það sem hann á að gera en ekki mikið meir. En heyriði, ef þið hafið ekki séð myndina þá gerið þið það við tækifæri og ef þið sáuð hana fyrir löngu þá er bara að sjá hana aftur.

Annars slysaðist ég inn á einhverja sjónvarpsstöð um daginn þegar ég var að zappa og lenti á Bíódagar íslenska myndin. Var nú búin að sjá hana einhverntímann en sat alveg dolfallin og horfði á vesturbæinn og á landslagið og ekki minnst gömlu bílana og allt gamla dótið. Mér finnst næstum því sjúklega gaman að horfa á gamalt dót í bíómyndum og þá sérstaklega íslenskt gamalt dót. Ég er búin að biðja Mola að athuga hvort það sé hægt að fá einhvað af gömlum íslenskum myndum fyrir slikk á dvd. Hún tekur 3 vikur í Júní í að leita að þessu fyrir mig.

GO MOLI!

Monday, May 19, 2008

Out of the Zone

Jæja þá er þetta búið. Gékk bara mjög vel allt. Við vorum bara tvær alla helgina í matargerðinni og svo kom frumburinn og hjálpaði til. En þar sem við tvær sem vorum í þessu erum báðar vanar og já skrambi duglegar bara hreint út sagt, þá gékk þetta allt mjög vel. Ég var búin um 21,30 á laugardagskvöldið og fór þá bara heim að sofa. Fengum nokkrar pásur inn á milli sem voru notaðar í hunda labbitúra og afslöppun.

Mætti svo korter yfir 7 í morgunmatinn og var búin uppúr 14,00 þá fór ég heim og skar upp afganga frá zone búðunum. Kjötbolur ca 100 st og pulsur í hrönnum og er núna með frystinn fullann af hundanammi í hæfilega stórum bútum. Alveg mjög fínt. Svo fór í uppí rúm og var þar í móki í 2 tíma. Þar á eftir fór ég í langan túr með Sirocco og Timmy. Náði í pítsur í kvöldmatinn (neitaði allfarið að laga meiri mat) og fór svo bara snemma að sofa.

Friday, May 16, 2008

Kaffi og in the zone


Hef tekið eftir því uppá síðkastið að mér finnst venjulegt kaffi vont. Er alltaf annað slagið að reyna að fá mér kaffi afþví að ég held mér langi í það en svo finnst mér það vont. Ætli ég hætti þá ekki bara að sötra kaffi þá? Ja, hver veit.

Í fyrramálið byrjar Zonläger, það er sem sé æfingarbúðir fyrir unga efnilega fótbolta spilara. Landinu er skipt upp í "Zoner" og svo mæta strákar sem allir eru 14 ára heila helgi í æfingarbúðir. Svo eftir sem tíminn líður fækkar strákunum og á endanum er búið að velja út unglinga landsliðið.

Núna um helgina er umferð 2 í Fuglaforsi. Að sjálfsögðu eru æfingarbúðir á fleiri stöðum í landinu og svo verða nokkrir gaurar valdir úr hverjum hóp og sendi áfram í umferð 3. einkasonurinn komst áfram úr umferð eitt og á þá að vera með núna um helgina. Han er samt búinn að segja að honum langi ekki að vera með og að hann ætli ekki að gera það. Enn getur hann skipt um skoðun og ég vona nú að hann láti sig hafa það að vera með.

Ég aftur á móti verð þarna alla helgina og get ekki hætt við. Ekki vegna þess að ég sé 14 ára strákur eða efnileg í fótboltanum heldur vegna þess að ég ætla að elda mat í kjaftinn á þessum elskum og sjá til þess að þeim líði vel. Þetta er að ég held 10 árið sem ég hjálpa til við þetta og þar sem það er mjög erfitt að fá fólk til að hjálpa þá enda ég alltaf þarna alla helgina. Maður er svo púl uppgefin á sunnudagskvöldinu að ég hef sagt síðustu 9 árin að ég þrauka þangað til árið sem uppáhalds sonurinn er með er liðið. Svo verður einhver annar að taka við. Og hvað gerir krakka andskotinn..... ætlar ekki að vera með.
Joys of motherhood are endless!!!

Thursday, May 15, 2008

Vegabréf...

Mikið óskaplega er einhvað erfitt að redda vegabréfum fyrir táningana! Sko þetta er náttúrlega gert hjá löggunni ha. Þar er opið til 15.00 alla daga nema fimmtudaga og þá er opið til 19.00. Ég er búin að vera að röfla um að fara með þau og redda þessu í 2 mánuði eða síðan ég pantaði miðana til Ibiza. Það er nefnilega þannig að hér áður fyrr var það þannig að báðir foreldrarnir urðu að vera með ef báðir eru með forræði.

Jú jú allt í fína með það. Eiginmaðurinn elskulegur gæti bara komist á fimmtudögum. Svo það er einn séns á viku að komast. Táningarnir hafa sko alls ekki komist því þau hafa þurft að klippa sig og kaupa föt og fara í fegrunar aðgerðir og svona ýmislegt áður en mynd yrði tekin og sett í vegabréf.

Það var því búið að ákveða að það yrði farið í dag. Og hvað skeður: frumburinn öskrar og vælir að hún komist alls ekki í dag því hún hafi svo mikið að gera í skólanum. Ég reyndi að koma henni í skilning um að þetta væri svona síðasti séns því að næstu 2 fimmtudaga sé ég á vandræðanámskeiði fyrir hunda og að svo væri kominn 5. júní og orðið of seint að fá vegabréf fyrir ferðina. Það var nú lítið hægt að tjónka við hana og sagðist hún þá bara ekki fara með til Ibiza.

Ég sá mér ekki annað fært en hringja bara í lögguna. Sagði farir mínar ekki sléttar og spurði hvort þetta væri enn þannig að við yrðum að koma bæði. Sem betur fer er það ekki þannig lengur, það er nóg að ég komi með vottaða undirskrift frá eiginmanninum elskulegum.

Sem þýðir að ég get sennilega fengið frí fyrir þau úr skólanum hálfann miðvikudag og farið með þau og reddað þessu. Já eða fara ein til Ibiza..... ég spá í þetta

Wednesday, May 14, 2008

Hamagangur á Hóli


Í mínum huga er alltaf meira áríðandi að gera einhvað skemmtileg með börnunum mínum en að laga til. Meira áríðandi að fara í góðann labbitúr með hundunum mínu en að taka til. Það er starfsdagur í skólanum hjá börnunum mínum svo ég var svo örugg með mig og að sleppa við að taka til. En nei nei unglingarnir sofa svo ég varð að endurmeta þetta allt. Fyrst íhugaði ég að vekja þau, en mundi svo að þau eru grompí þegar þau eru vakin svo ég var ekki að því.

Þannig að ég fór í labbitúr með hundana, fékk mér morgunmat. Og byrjaðir að þrifa. Ryksugaði, skúraði, þurrkaði af og þreif klósettið og vaskinn. Slík voru lætin að ég braut klósettsetuna! Ég tek það fram að hún brotnaði við það að vera þvegin svona hressilega. Nú svo er ég búin að brjóta saman tau og setja í vél og þurkara. Taka úr uppþvottavélinni og pússa eldavélina.

Frumburinn er komin á fætur og ég bíð eftir einkasyninum. Er að fara með hann að skoða fótboltaskó og get ómögulega gert það fyrr en hann fer á fætur. Svo er ég búin að bæta klósetsetu á innkaupalistann.

Friday, May 9, 2008

Bráðum kemur Molinn minn með jólin


Já eða kannski ekki með jólin en með Ísland. Næst besta lausnin á málinu. Ég hef barasta ekki nógu langt sumarfrí til að komast til Íslands þetta árið því það er búið að plana svo margt annað. En núna kemur sem sé Moli með lifrapylsu og reykta ýsu og sig og Dodda dúlludúsk og það er nú bara frábært.

Hér er kominn þessi líka steikjandi hiti og á að vera heitt alla helgina. Kannski að ég reyni að brúnka mig aðeins í sólinni fyrir Íbísa ferðina. Ég er annars alveg stein hætt að fara í sólbað. Mér leiðist það og svo er það alveg rosalega óhollt bara.

Djö..... er ég heppin sem fæ tvær æðislegar heimsóknir á einu og sama sumri!!!!

Monday, May 5, 2008

Heimþrá


Alltaf með jöfnu millibili fæ ég heimþrá. Er kannski bara að kíkja á visir.is eða lesa íslenskt blogg og þá hellist yfir mig svakaleg heimþrá. Víst ég er svona enn eftir 18 ár þá geri ég ráð fyrir að ég muni alltaf sakna landsins míns. Sakna líka: Lifrapylsu, skyrs, skötu, hrossa bjúga, hangikjöts og svona ýmisskonar varnings sem maður gerir sér enga grein fyrir að maður sakni eins mikið og maður gerir fyrr en þetta er ekki fáanlegt.

Fer og læt klippa mig á eftir. Ef það eru stóru fréttirnar þá er komið tími á punkt.