Mikið óskaplega er einhvað erfitt að redda vegabréfum fyrir táningana! Sko þetta er náttúrlega gert hjá löggunni ha. Þar er opið til 15.00 alla daga nema fimmtudaga og þá er opið til 19.00. Ég er búin að vera að röfla um að fara með þau og redda þessu í 2 mánuði eða síðan ég pantaði miðana til Ibiza. Það er nefnilega þannig að hér áður fyrr var það þannig að báðir foreldrarnir urðu að vera með ef báðir eru með forræði.
Jú jú allt í fína með það. Eiginmaðurinn elskulegur gæti bara komist á fimmtudögum. Svo það er einn séns á viku að komast. Táningarnir hafa sko alls ekki komist því þau hafa þurft að klippa sig og kaupa föt og fara í fegrunar aðgerðir og svona ýmislegt áður en mynd yrði tekin og sett í vegabréf.
Það var því búið að ákveða að það yrði farið í dag. Og hvað skeður: frumburinn öskrar og vælir að hún komist alls ekki í dag því hún hafi svo mikið að gera í skólanum. Ég reyndi að koma henni í skilning um að þetta væri svona síðasti séns því að næstu 2 fimmtudaga sé ég á vandræðanámskeiði fyrir hunda og að svo væri kominn 5. júní og orðið of seint að fá vegabréf fyrir ferðina. Það var nú lítið hægt að tjónka við hana og sagðist hún þá bara ekki fara með til Ibiza.
Ég sá mér ekki annað fært en hringja bara í lögguna. Sagði farir mínar ekki sléttar og spurði hvort þetta væri enn þannig að við yrðum að koma bæði. Sem betur fer er það ekki þannig lengur, það er nóg að ég komi með vottaða undirskrift frá eiginmanninum elskulegum.
Sem þýðir að ég get sennilega fengið frí fyrir þau úr skólanum hálfann miðvikudag og farið með þau og reddað þessu. Já eða fara ein til Ibiza..... ég spá í þetta
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Heyrðu, ég veit, ég kem með þér! Ég á vegabréf! Ég get svo hagað mér eins og unglingur.
Post a Comment