Friday, May 16, 2008

Kaffi og in the zone


Hef tekið eftir því uppá síðkastið að mér finnst venjulegt kaffi vont. Er alltaf annað slagið að reyna að fá mér kaffi afþví að ég held mér langi í það en svo finnst mér það vont. Ætli ég hætti þá ekki bara að sötra kaffi þá? Ja, hver veit.

Í fyrramálið byrjar Zonläger, það er sem sé æfingarbúðir fyrir unga efnilega fótbolta spilara. Landinu er skipt upp í "Zoner" og svo mæta strákar sem allir eru 14 ára heila helgi í æfingarbúðir. Svo eftir sem tíminn líður fækkar strákunum og á endanum er búið að velja út unglinga landsliðið.

Núna um helgina er umferð 2 í Fuglaforsi. Að sjálfsögðu eru æfingarbúðir á fleiri stöðum í landinu og svo verða nokkrir gaurar valdir úr hverjum hóp og sendi áfram í umferð 3. einkasonurinn komst áfram úr umferð eitt og á þá að vera með núna um helgina. Han er samt búinn að segja að honum langi ekki að vera með og að hann ætli ekki að gera það. Enn getur hann skipt um skoðun og ég vona nú að hann láti sig hafa það að vera með.

Ég aftur á móti verð þarna alla helgina og get ekki hætt við. Ekki vegna þess að ég sé 14 ára strákur eða efnileg í fótboltanum heldur vegna þess að ég ætla að elda mat í kjaftinn á þessum elskum og sjá til þess að þeim líði vel. Þetta er að ég held 10 árið sem ég hjálpa til við þetta og þar sem það er mjög erfitt að fá fólk til að hjálpa þá enda ég alltaf þarna alla helgina. Maður er svo púl uppgefin á sunnudagskvöldinu að ég hef sagt síðustu 9 árin að ég þrauka þangað til árið sem uppáhalds sonurinn er með er liðið. Svo verður einhver annar að taka við. Og hvað gerir krakka andskotinn..... ætlar ekki að vera með.
Joys of motherhood are endless!!!

No comments: