Tuesday, May 27, 2008
Eyturslöngur og Ormar
Eins og margir vita þá geri ég töluvert af því að labba um í skoginum með hundana mína. Enn fleiri vita að hér er komið sumar. Það leiðinlegasta með sumar hér í Svíþjóð eru höggormarnir (huggorm) Ég er svo sem ekki hrædd við þá sjálf en ég er mjög hrædd um að hundarnir mínir verði bitnir af höggormi. Hundar geta auðveldlega dáið af svona biti og öllu máli skiptir að koma þeim til dýralæknis eins fljótt og hægt er. Þá er talað um innan við klukkutíma. Ef ég er einhverstaðar úti í skógi þá get ég þurft að bera viðkomandi hund að bílnum sem getur vel tekið hálftíma eða meira. Svo á ég eftir að keyra til dýralæknis og það getur tekið yfir klukkutíma. Semsé ekki gott mál. Kappinn á myndinni hér fyrir ofan er höggormur. Ég er búin að sjá töluvert af þeim í sumar, en þeir hafa flestir verið dauðir. Búin að sjá nokkra lifandi að sóla sig á vegunum líka svo að í ár virðist vera mikið um Orm.
Svo eru hér líka til vita meinlausir snákar. Eins og þessi hér.
Maður þekki þá á gulu blettunum fyrir neðan höfuðið og veit þá að þeir ekki bíta og eru meinlausir. Ég get samt alveg sagt ykkur að blettirnir sjást aldrei eins vel og á þessarri mynd og maður verður skít hræddur þó þeir sé snákar og ekki höggormar.
Á laugardaginn fór ég svo með voffalingana mína í labbitúr og ætlaði að fara með þá einn af okkar venjulegu skógarrúntum. Ekki vorum við komin langt þegar Sirocco steig á lítinn mjóann snák sem var ljósbrúnn á lit. Ekki veit ég hvaða snákur eða slanga það var, því enginn svoleiðis ormlingur á að búa í þessu landi. Ekki var ég með myndavél og ekki var ég sálfræðilega nógu vel í stakk búin til að muna að það er myndavél í gemsanum og þess vegna get ég ekki sýnt ykkur mynd af honum.
Það er skemmst frá því að segja að ég gékk rösklega til baka að bílnum mínum, lét hundana hoppa inn og brunaði til Högsby. Það var komið ansi langt síðan við fórum í labbitúr í bæ með smá bílaumferð og þar að auki er ég ekki að sjá að maður verði endalaust að vera að þvælast um í náttúrunni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment