Tuesday, May 20, 2008

Cape fear

Myndin er bara frábær. Þó hún sé frá 1991 (orginalið frá 1960 og einhvað) þá hefur hún sko staðist tímans tönn. De Niro er náttúrlega snillingur, leikur geðsjúklinginn alveg dásamlega vel. Það ískrar í manninum. Martin Scorsese er náttúrlega líka snilldar leikstjóri og þessir tveir saman eru draumur. Jessica Lange skilar sínu ágætlega en var mun betri í Frances. Juliette Lewis er frábær í sínu hlutverki, það er unun að horfa á hana leika. Gamli Nick gerir það sem hann á að gera en ekki mikið meir. En heyriði, ef þið hafið ekki séð myndina þá gerið þið það við tækifæri og ef þið sáuð hana fyrir löngu þá er bara að sjá hana aftur.

Annars slysaðist ég inn á einhverja sjónvarpsstöð um daginn þegar ég var að zappa og lenti á Bíódagar íslenska myndin. Var nú búin að sjá hana einhverntímann en sat alveg dolfallin og horfði á vesturbæinn og á landslagið og ekki minnst gömlu bílana og allt gamla dótið. Mér finnst næstum því sjúklega gaman að horfa á gamalt dót í bíómyndum og þá sérstaklega íslenskt gamalt dót. Ég er búin að biðja Mola að athuga hvort það sé hægt að fá einhvað af gömlum íslenskum myndum fyrir slikk á dvd. Hún tekur 3 vikur í Júní í að leita að þessu fyrir mig.

GO MOLI!

2 comments:

Anna Stína said...

Bara til að hafa það á hreinu þá eru þetta 3 vikur í JúLí sem ég tek í þetta! Og hananú!

Birna said...

Hvaða hvaða