Wednesday, May 14, 2008
Hamagangur á Hóli
Í mínum huga er alltaf meira áríðandi að gera einhvað skemmtileg með börnunum mínum en að laga til. Meira áríðandi að fara í góðann labbitúr með hundunum mínu en að taka til. Það er starfsdagur í skólanum hjá börnunum mínum svo ég var svo örugg með mig og að sleppa við að taka til. En nei nei unglingarnir sofa svo ég varð að endurmeta þetta allt. Fyrst íhugaði ég að vekja þau, en mundi svo að þau eru grompí þegar þau eru vakin svo ég var ekki að því.
Þannig að ég fór í labbitúr með hundana, fékk mér morgunmat. Og byrjaðir að þrifa. Ryksugaði, skúraði, þurrkaði af og þreif klósettið og vaskinn. Slík voru lætin að ég braut klósettsetuna! Ég tek það fram að hún brotnaði við það að vera þvegin svona hressilega. Nú svo er ég búin að brjóta saman tau og setja í vél og þurkara. Taka úr uppþvottavélinni og pússa eldavélina.
Frumburinn er komin á fætur og ég bíð eftir einkasyninum. Er að fara með hann að skoða fótboltaskó og get ómögulega gert það fyrr en hann fer á fætur. Svo er ég búin að bæta klósetsetu á innkaupalistann.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment