Monday, May 19, 2008

Out of the Zone

Jæja þá er þetta búið. Gékk bara mjög vel allt. Við vorum bara tvær alla helgina í matargerðinni og svo kom frumburinn og hjálpaði til. En þar sem við tvær sem vorum í þessu erum báðar vanar og já skrambi duglegar bara hreint út sagt, þá gékk þetta allt mjög vel. Ég var búin um 21,30 á laugardagskvöldið og fór þá bara heim að sofa. Fengum nokkrar pásur inn á milli sem voru notaðar í hunda labbitúra og afslöppun.

Mætti svo korter yfir 7 í morgunmatinn og var búin uppúr 14,00 þá fór ég heim og skar upp afganga frá zone búðunum. Kjötbolur ca 100 st og pulsur í hrönnum og er núna með frystinn fullann af hundanammi í hæfilega stórum bútum. Alveg mjög fínt. Svo fór í uppí rúm og var þar í móki í 2 tíma. Þar á eftir fór ég í langan túr með Sirocco og Timmy. Náði í pítsur í kvöldmatinn (neitaði allfarið að laga meiri mat) og fór svo bara snemma að sofa.

No comments: