Friday, May 9, 2008

Bráðum kemur Molinn minn með jólin


Já eða kannski ekki með jólin en með Ísland. Næst besta lausnin á málinu. Ég hef barasta ekki nógu langt sumarfrí til að komast til Íslands þetta árið því það er búið að plana svo margt annað. En núna kemur sem sé Moli með lifrapylsu og reykta ýsu og sig og Dodda dúlludúsk og það er nú bara frábært.

Hér er kominn þessi líka steikjandi hiti og á að vera heitt alla helgina. Kannski að ég reyni að brúnka mig aðeins í sólinni fyrir Íbísa ferðina. Ég er annars alveg stein hætt að fara í sólbað. Mér leiðist það og svo er það alveg rosalega óhollt bara.

Djö..... er ég heppin sem fæ tvær æðislegar heimsóknir á einu og sama sumri!!!!

2 comments:

Anna Stína said...

Já, einum degi styttra núna! SJÖTÍU OG TVEIR...... Helmingurinn af því er 36, og það er skemmtileg tala!

Birna said...

he he he já þrjátíuogsex er skondin tala!!