Já, nei nei þetta er ekki þannig lengur. Við erum að verða 4 fullorðnir! Frumburinn unir hagi sínum vel 80 km norð austur um Stockholm. Hún ætlar í siglingu víst um helgina og kemur svo (vonandi) heim á sunnudaginn. Kannski er hún bara flutt til Enköping, hvað veit maður?
Einkasonurinn er heimkominn úr sveitasælunni hjá ömmu og afa á Ölandi og mér þykir það nú bara gott. Eitt er víst og það er að þegar ungarnir mínir eru farnir úr hreiðrinu þá ætla ég ekki að búa í húsi á 2 hæðum með kjallara. Þarna sátum við hjónin inni í sjónvarps herbergi, eins og 2 playmo karlar og ég upplifði húsið hlægilega stórt og einmannlegt. Ekki það að það eru minnst 20 og einhvað ár þangað til þau flytja að heimann. Og HANANÚ!
Það er þó eitt gott við að senda "börnin" úr húsinu.... ég hef ekki þvegið eina einustu vél síðan á mánudag.
Það er versta sumarblíðan hér hjá mér og eiginmaðurinn elskulegur ætlar að grilla fyrir mig í kvöld. Snilld að þurfa ekki að elda. Minni snilld að þurfa að vinna í blíðunni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment