Nú er langt síðan síðast. Fer að styttast í að ég missi litla dúllu dúskinn minn frá mér og mömmu hans líka. Í augna blikinu eru þau uppi og lítill snúður að öskra af sér hausinn. Hann er örmagna eftir Kalmar ferð mikla og stóra. Hann er búinn að standa sig eins og hetja í öllum ferðum en nú er komið nóg finnst honum. Og ég skil hann! Hitinn hér er líka ansi heiftúðlegur og Dúllu dúskur óvanur honum. Blessað barnið verður sennilega hamingjusamt að komast í sína rútínu aftur, en ég á eftir sakna hans og mömmu hans alveg svakalega!
Gautaborg var fín og strákarnir okkar duglegir. Þó gékk nú ekki sérlega vel, enda mörg lið mjög dugleg. En þeir eru ánægðir með sitt. Það gékk alveg ágætlega að vera með hundana í litla bústaðnum. Timmy er vanur ýmsu svona og ég vissi að það yrði ekkert mál að hafa hann með. Sirocco aftur var ég óviss um. En þetta gékk allt vel.
Skrifa meira seinna........
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment