Allt byrjaði með bílferð til Stockholms eða réttara sagt Arlanda och Arlanda hotellby. Við lögðum í hann um fimm eftir rólegan dag. Við stoppuðum einu sinni eða svo á leiðinni og vorum búin að finna þetta og komin á hótelið rétt fyrir tíu. Við einkasonurinn brugðum okkur svo á Mc Donalds og fengum okkur síðbúinn kvöldverð þar á meðan frumburinn horfði á leikinn Svíþjóð-Rússland á hótelherberginu. Úrslitin ullu engri kátínu hjá ungunum mínum! Sjálfri var mér nákvæmlega sama. Einka sonurinn er á aldrinum þar sem maður sefur gjarnan á daginn og vakir á næturnar og það var líka eins gott. Ég er nefnilega svo mikill snillingur varðandi gemsann minn að ég stillti vekjara klukkuna á honum á hárréttann tíma, bara ekki á réttum degi. Svo hann sá um að koma okkur á fætur rétt uppúr 4.
Bílinn var látinn dúsa við hótelið og við fórum á flugvöllinn í hótel skutlunni. Allt gékk bara vel og dvölin á vellinum all bærileg bara. Flugið var ekki frásögu færandi og við skulum stinga okkur aftur í söguna þar sem við erum komin á hótelið og erum á leið upp til okkar eftir að hafa farið í hótelbúðina rándýru og verslað:
Vatn
Bjór
Kók
Þetta er svona það nauðsynlegasta í sólarstrandar ferð skiljiði.
Nú var klukkan orðin ca 12 og alveg að koma hátta tími hjá þeim galvaska. Hann var þess vegna geymdur á hótelherberginu meðan frumburinn og ég fórum í leiðangur. Við skoðuðum ýmiskonar varning og keyptum sandala, Sarong (risa sjal sem maður sveipir um sig) og eitt og annað smá vægilegt. Guttinn stein svaf þegar við komum til baka og var leift að sofa aðeins lengur. Seinna um kvöldið fórum við svo út að borða og brölluðum einhvað fram á nótt.
Næsta morgun var farið á ströndina að góðum sið. Um hádegis bilið lögðum við svo af stað í brúðkaupið á bílaleigubílnum sem afi ökuljón keyrði okkur í. Borðuðum stór furðulega pizzu á leiðinni og fundum hótelið hans frænda loks þegar við hættum að fylgja leiðbeiningunum um hvernið maður átti að keyra þangað.
Brúðkaupið var fallegt, veislan frábær, maturinn góður, allir glaðir og brúðhjónin bæði falleg og dásamleg. Við ókum svo heim í góðu skapi og einkasonurinn og ég sungum Pósturinn Páll við misjafnar undirtektir faranauta okkar.
Á laugardaginn lögðum við svo aftur eyju undir fót, í þetta skipti með strætó. Leiðin lá til Ibiza bæjar (Eivisa) og var stefnt á Formentera eyju sem liggur rétt fyrir utan Ibiza. Þegar okkur var svo sagt hvað það ævintýri kostaði hættum við bara við að fara og fórum á Kentökkífræd og gobbluðum í okkur kjúlla. Þar á eftir eyddum við peningunum bara frekar í föt. Eftir heil mikið verslandi fórum við heim aftur með strætó og svo á ströndina.
Næstu dagar voru svo bara ekta sólarstranda leti: Fara á ströndina, út að borða, taka siesta, aftur á ströndina, fara í verslunar leiðángur, út að borða, heim á sundlauga barinn að hlusta á tónlist og svo í bólið.
Einka sonurinn var reyndar ekki með í prógramminu fyrr en um miðjan dag enda uppgefin eftir að lesa og glápa á sjónvarp allar nætur. Mjög fljótlega var svo bara komin rúta að sækja okkur og skutla okkur út á flugvöll.... og þar sem restin er ekki það spennandi þá læt ég þetta bara gott heita.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment