Alein í vinnunni. Allir frá vinnustöðunum hér um kring í sumarfríi og allstaðar lokað. Það er sónn í símanum en hann hringir ekki. Ekkert að ske, bara ég alein hér. Í sama stýl er veðrið. Grenjandi rigning og drungalegt úti. Birna ein í heiminum bara.
Góðir punktar:
Það var ekki byrjað að rigna klukkan 6.15 þegar ég fór í labbitúr með hundana!
Ég hef nóg að gera í mánaðar uppgjörinu í allann dag!
Síminn er ekki að trufla mig!
Dagarnir líða hratt og ég er alveg að fara í sumarfrí!
Kræst ég heyri í fax tækinu...... getur verið pöntun en trúlegra er að það sé verið að bjóða okkur að kaupa einhvað.....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment