Friday, July 11, 2008

Boston Legal

Það var algjört sjónvarps kvöld hjá mér í gær. Moli benti mér á snilldina Boston Legal fyrir löngu síðan og spurði hvort ég fylgdist ekki með þeim. En ég hef ekkert getað það fyrir þá sök að þeir hafa verið klukkan 23,00 á föstudagskvöldum. Oftast er ég löngu sofnuð þá enda orðin svo þreytt eftir að vaka fram eftir öll kvöld þegar það er vinna daginn eftir.

Þannig að núna er ég bara búin að taka þættina á leigu í Internet leigunni minni. http://www.lovefilm.se/splash2.do?show=default
Það eru 4 þættir á hverri dvd og í gær náði ég að horfa á 6 fyrstu þættina af fyrstu syrpunni. Ég held að það sé verið að sýna syrpu 7 eða 8 núna svo ég mun hafa nóg að gera í sumar. Eins gott að maður eigi sér ekkert líf þegar maður þarf að horfa svona mikið á tv.

Síðasti vinnudagurinn fyrir sumarfrí númer 2. Leggjum af stað til Gautaborgar á sunnudaginn. Frumburinn og vinkona hennar koma með og frumbura viðhengið kemur á mánudaginn. Hann tekur svo frumburann með sér heim til sín á fimmtudaginn. Nóg að gera hjá þeim. Einkasonurinn fer og verður alveg með liðinu sínu og við munum ekki sjá hann neitt nema meðann hann er að spila.

Vona að þetta verði góð ferð bara og að strákarnir rúlli öllum hinum strákunum upp.

No comments: