Monday, July 7, 2008

Dææææs

Það er kominn sumarfrís tími hérlendis. 2 símtöl hingað til í dag. Mér leiðist alveg svakalega hér í vinnunni og það er í alvöru að tala EKKERT að gera hérna. Sem betur fer get ég gert mánaðar uppgjörið á morgun. Nú og svo er frí á miðvikudag og restina af vikunni þarf ég að koma öllu í gott stand fyrir kafla tvö af sumarfríinu mínu.

Það er heldur farið að styttast í að Moli komi og þess vegna ætla ég að taka miðvikudaginn í að ryksuga allt húsið. Ekki vegna Mola svosem heldur vegna Dodda skriðdreka sem ég hef grunaðann um að vera rosa ryk safnari.

Á eftir að tala aftur við fólkið í baby proffsen sem ætlar að leigja mér barnabílstól og ath hvort þau geti hjálpað mér að setja hann í bílinn minn á laugardaginn þegar ég er komin frá Gautaborg.

Jú jú þetta var nú bara minsta málið. Sæki stólinn og fæ hann í settan laugardaginn 19. júlí og skila honum svo bara eftir vinnu á mánudaginn, vikunni þar á eftir. Ekki var þetta neitt sérlega dýrt heldur 200 kall fyrir viku. Allt reddað og klárt. Líka búið að búa um þau bæði uppi í gesta herbergi. Skrúfa saman rúmmið hans Dodda, finna dýnuna og þvo rimla hlífina. Baxa matarstólnum út úr skáp og pússa þetta allt og þrífa. Þetta er nú bara allt að koma nema þá helst þau sem koma ekki fyrr en 21 júlí. Hvaða rugl er það.

Svo er búið að skipa mér að semja óska lista, og hann er svona:

2-45 lifrapylsu keppi (verð alveg í góðum málum með 3)
2-26 bréf af hangikjöti (plumma mig með 3)
2 pakka af flatkökum
1/2-1 kíló af reyktri ýsu
2 kassa eða svo af Hraunbitum
1-17 kg af lakkrís (1-2 alveg í frábærasta lagi og meira en gjarna afganga úr verksmiðjunni í Hafnarfirði) ((gott ef mér finnst það ekki best, ef þú átt erindi þarna upp í sveit)) (((Jú, Hafnarfjörður er lengst uppi í sveit í mínum huga)))
1 Taðreykt hrossabjúga skaltu endilega láta fljóta með. Ekki minnst fyrir þá sök að öllum finnst svo góð lykt af því meðan ég síð það NOT
Vertu ekki að koma með kjamma, ég ét það ekki. (skrýtið náttúrlega miðað við hvað ég er dugleg að borða)
2-4 pakkar af SS pulsum mundu kæta mig mikið.
Og svo finnst mér þetta komið ansi gott. Ekki nóg með að þetta sé um 9 kg þetta ætti að geta sett hvern sem er á hausinn.

Mér var sagt að senda þetta í net pósthólfið en ég hlýði því ekki neitt frekar en öðru sem mér er sagt að gera!

2 comments:

Anna Stína said...

Kem með þetta allt saman og meira til! Vantar ekki súputeninga, Royal búðing og saxbauta?

Birna said...

Ekki búðing, ekki focking búðing. Ekki saxbauta, ha.... en þetta með súputeningana er rétt hjá þér!!! Vantar alltaf súputeninga!